Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 89
Prestafélagsritiö.
Eftir dauðann.
81
og ég fór strax að spyrja þá. Segir hann svo frá nokkrum
atriðum.
Hann spurði þá um hvað þeir hétu í æðra lífi. Einn af
englunum svaraði, að þeir fengju allir ný nöfn, sem aðeins
þeir og frelsarinn þektu, en það væri þarflaust að segja hon-
um frá þeim.
Þá spurði hann, hvort hinir æðstu englar sæju altaf auglit
Quðs. Engillinn svaraði: Eins og hafið er fult af vatni, eins
er alheimurinn fyltur af Guði, svo að allir íbúar himinsins
finna alstaðar nálægð hans. En hann sézt aðeins í mynd
Krists, eins og frelsarinn sjálfur hefir sagt: »Sá sem hefir séð
mig, hefir séð föðurinn«. Framför og þroski hverrar sálar
miðast aðeins við það, hve mikið eða lítið hún getur skynjað
eða þekt Guð.
Þá spurði hann: Hvað er langt frá einu tilverusviði til
annars. Getur sál á lægri sviðunum fengið leyfi til að koma
á þau æðri?
Einn af hinum heilögu svaraði: Hver sál fær vistarverur
við sitt þroskahæfi, en getur fengið leyfi til þess sem snöggv-
ast að koma á önnur svið. En til þess að geta skift um svið,
þarf hver sál að fá nokkurskonar hjúp í samræmi við það,
sem hún ætlar að dvelja á. Þar eru engar fjarlægðir, óskin
oin er næg til að flytja mann stað úr stað.
Þá spurði hann: Alt er skapað með ákveðinn tilgang fyrir
augum. Nú sýnist þessum tilgangi Guðs oft ekki verða náð,
eins og t. d. með fíkjutréð, sem frelsarinn formælti og það
visnaði. Það átti að bera ávöxf en gerði það ekki. Þessvegna
dó það út. Fullnægði það tilgangi sínum?
Einn hinna heilögu svaraði: Vafalaust fullnægði það til-
Sanginum.
Herra Iífsins gefur öllu ákveðið markmið, náist það ekki,
deyðir hann lífið á þessum stað til þess að gróðursetja það
annarsstaðar, þar sem það nær betur markmiði sínu. Þess-
veSna hefir margur orðið að fórna lífi sínu öðrum til blessunar.
Þá spurði hann enn: Hefði ekki verið betra, að Guð hefði
6