Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 91
Prestafélagsritið.
KÍRKJUDAGUR.
Eftir séra Þorstein Briem.
Þegar á fyrstu öldum kristninnar hér á landi mun sá sið-
ur hafa verið upp tekinn, að halda kirkjudag. Forn rit vor
sýna, að feður vorir hafa haldið sérstakan hátíðisdag til að
minnast kirkju sinnar og glæða ást til hennar, og er sá dag-
ur nefndur kirkjudagur. Kirkjudagurinn fór fram með guðs-
þjónustu og afláti, áheitum og gjöfum. Og er áhugasamir
menn eða höfðingjar áttu í hlut, vönduðu þeir mjög til kirkju-
dagsins, og buðu þá til sín jafnvel fjarlægum vinum.
Þess er og getið um ferðamenn, er komu að »stað« á
kirkjudegi, að þeir þágu þá viðtökur góðar. Stundum treystu
menn nýjar sættir með því að bjóða, eða veita heimsókn á
kirkjudag. Og á deilutímum sjáum vér, að heimsókn á kirkju-
degi hefir styrkt vináttu manna.
Nálega öll hin fornu kirkjuvígslubréf, sem til eru, hafa að
geyma skipun biskups um hvenær kirkjudagur skuli haldinn,
og er hann venjulega sem næst aðalminningardegi þess heil-
aga manns, sem kirkjan er helguð. Þó er þessu sýnilega oft
hagað eftir árstíðum og störfum manna í sveitum, svo auð-
velt sé um tíðasókn. Oftast er kirkjudagur á sunnudag. Mun
kirkjudagur hafa verið eins konar hátíðisdagur sóknarinnar,
og kirkjan þá mjög fjölsótt. Ef til vill hefir margt af hinum
ágæta búnaði kirkna, — t. d. skrautofin eða útsaumuð tjöld
‘Um alla kirkju« bæði til hátíða og hversdagsnotkunar,
skrúði, áhöld og skrautgripir, — gefist kirkjunni einmitt á há-
tíðisdag sóknarkirkjunnar, kirkjudaginn.
Svo er að sjá sem menn hafi einnig á kirkjudag gengið