Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 92
84
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritiö.
um kirkjugarðinn, og gert bæn sína hjá leiðum látinna ást-
vina og annara, og er sá siður nefndur meðal helgra verka
í kirkjuvígslubréfum, og jafnvel heitið afláti fyrir.
Hefir þá kirkjudagurinn jafnframt hjálpað mönnum til að
varðveita og festa í huga helgar minningar um forfeður þeirra.
Á því er enginn efi, að í fornri kristni lands vors hefir kirkju-
dagshaldið átt stórmikinn þátt í að glæða ást sóknarmanna
til kirkju sinnar. En jafnframt hefir það og glætt ættrækni
og ættarhelgi, hvatt menn til að varðveita minningu látinna
ástvina og forfeðra, og stutt mjög að hinni miklu fórnfýsi al-
mennings, þar sem kirkjan eða hennar málefni áttu í hlut.
Síðar hefir þessu þrennu allmjög hrakað. Er það jafn skaði
þjóð sem kirkju. Og mikið unnið, ef þjóð vor gæti eignast
meira af þeim dygðum aftur. Nú á tímum er þjóðinni það
jafnvei lífsnauðsyn að varðveita sem bezt helgi minninganna,
og efla alt, sem að því getur stutt. Fyrir kristnihald vort skift-
ir þetta einnig miklu máli, að helgar minningar tengist kirkj-
unni, og að hún gleymi eigi því hlutverki sínu að hlúa að og
vernda alt, sem þjóðin á heilagt. Of víða sjást þess fá ytri
merki að helgar minningar séu til. Kirkjugarður og kirkjuhús,
sem ættu að vera heilagí minningasafn sóknarinnar, er hvort-
tveggja vanhirt. Hvað á þá að halda við helgi minninganna
í hugum fólksins, þegar hinu friðhelga er traðkað?
Er ekki kominn tími til að vinna að straumhvörfum í þessu
efni? Og hvað verður þá gert?
Ut af þeirri spurningu vildi ég fyrst beina því til ungmenna-
félaga landsins, hvort þau gætu ekki unnið betur að því
að prýða kirkjugarðana en er. Víða kosta ungmenna-
félög allmiklu til girðinga um trjáreiti á bersvæði, og stunda
þar trjárækt. Er ekki hægt að sameina þetta tvent með því
að rækta trén í kirkjugörðum ? Þar þarf girðingu hvort sem
er. Þar er venjulega góður jarðvegur, og þar fá endurminn-
ingar og vonir sameinast í starfi og framkvæmd.
Væri ekki t. d. fagurt, að ungmenni í sókninni gróðursettu
í félagi trjáraðir utan um grafreitinn, og svo setti hver einstak-
ur tré á leiðum vina sinna og ættmanna, og annaðist síðan.