Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 95
Prestafélagsritið.
Kirkjudagur.
87
skríni, sem komið er fyrir í kór fyrir framan grátur, og þar
leggur kver maður gjöf sína, til styrktar málefni Drottins.
Fer þar alt fagurlega fram, og bera ásjónur þátttakenda þess
vott, að helgi er yfir athöfninni. Væri það ekki áhugasömum
söfnuðum ávinningur, að losna við hlutaveltu-umstangið og
koma samskotunum í svipað horf.
í Garðaprestakalli á Akranesi hefir þetta verið reynt. Og
þá einmitt í sambandi við kirkjudaginn. Á kirkjudag 1923
gáfu menn til miðstöðvar í kirkjuna. En síðan hefir verið
gefið í sjóð til nýrrar kirkju, þegar tímar líða. Þykir það góð
venja að gefa kirkjunni nokkra gjöf einmitt á kirkjudaginn.
Og þar sem kirkjudagur vor er haldinn á Allra heilagra messu,
verða gjafir manna jafnframt til minningar um látna vini, sem
menn hafa átt með helgar stundir, og kvatt síðast einmitt í
kirkjunni. Flestum er svo farið, að þeir láta sér ant um það,
sem þeir hafa af fúsum og frjálsum vilja stutt, eða einhverju
fyrir fórnað. Það mun því síður en svo, að árleg kirkjugjöf
þreyti þá, sem gefa þannig ótilkvaddir, heldur hið gagnstæða.
Kirkjudagurinn verður þeim hátíðisdagur, sem veitir þeim ljúft
tækifæri til að styðja gott málefni á þann hátt, sem hjarta
þeirra býður þeim.