Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 98
90
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
koma hinir mörgu blóðvottar Jesú nafns. Þar helga þeir hon-
um enn af nýju líf sitt, sem lagt hafa það glaðir í sölur fyrir
nafn hans. Þar syngja þeir, sem hér á jörð náðu fegurstum
hljómi lofgjörðarhörpunnar Guði til dýrðar. Þar syngja skáld-
in, sem orkt hafa fegurst lof til hans, og þar syngja þau ef
til vill skærustum rómi börnin, sem dóu áður en þau námu
jarðneskt mál, og þeir, sem Iifðu mállausir hér á jörðu. Þar
verða þeir ef til vill hæstir, sem lægstir voru hér. Þar gleym-
ist enginn, þótt hér hafi tíðum gleymst. Og þar heyrir Guð
faðir hverja einustu rödd.
Oss er það holt og nytsamt að minnast þess, er vér kom-
um hér saman, að þegar vér syngjum hér sálma vora, þá
syngjum vér mjög oft orð þeirra, sem komnir eru heim. Hinar
föstu kirkjubænir eru og flestar gerðar af löngu látnum guðs-
mönnum. Þannig erum vér í söng og bæn og hverju atriði
guðsþjónustunnar, sem vér tökum innilegan þátt í, í sambandi
og samfélagi við hinn stóra söfnuð guðsbarna, sem farinn er
heim á undan.
Kirkjuféiög allra landa og þjóða hafa átt ótal menn, sem
hafa verið til blessunar hver í sínum verkahring, meðan þeir
lifðu hér, og voru áfram til blessunar einnig eftir dauðann.
Þjóð vor hefir og átt þá menn. Söfnuður vor hefir átt þá
og mörg heimili á meðal vor hafa einnig átt þá. — Því ber
oss að minnast þess, sem stendur á einum stað í Orðskviðum
Salómós (10, 7.), að »minning hins réttláta verður blessuð.*
Hún verður einnig til blessunar. Oss veitist blessun, er vér
minnumst þeirra og hugsum um þá — og um hann, sem
veitti þeim rjettlæti sitt.
Og þessi dagur var, þegar í hinni fyrstu kristni lands vors,
til þess sérstaklega kjörinn, að minnast góðra guðsbarna, sem
á undan oss eru ger.gin. Það er fagur siður, sem enn helzt
við í sumum löndum kristninnar, að í dag ganga menn með
blóm í hönd út að leiðum látinna ástvina og prýða grafir
þeirra, sem þeir á þessum degi vilja sérstaklega minnast.
Fagurt mun vera að sjá kristið safnaðarfólk ganga þessa
minningargöngu út að gröfunum til þess að leggja þar síðustu