Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 100
92
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
hugsum, hver um sig, um sína vini og ástvini og alt, sem
þeir hafa veitt oss. Sumir eru löngu dánir og enn er minn-
ing þeirra þó ný og viðkvæm. Og sumir hafa horfið hin síð-
ustu ár! Sumir kvöddu að eðlilegum hætti, ellibeygðir og
slitnir að kröftum. En þeir hafa slitið kröftunum vegna vor.
Þeir hafa borið áhyggjurnar, sem beygðu þá, vor vegna. Afi
og amma, faðir eða móðir hafa lagt alt sitt fram fyrir þá,
sem þau elskuðu heitasí. Þau hafa ámint oss. Þau hafa kent
oss. Þau hafa beðið fyrir oss. Þau hafa gefið oss síðasta
bros sitt og þau hafa að skilnaði blessað oss, börnin sín. O,
hve vér megum þakka! O, hversu margt og margt kemur í
hugann, sem aldrei gleymist. Hvenær gleymdu þau? Hvenær
þreyttust þau? Hvernig ættum vér þá að geta gleymt þeim?
Mun ekki hugur þeirra dvelja hjá oss ? Munu þau ekki verða
þess vör, er vér hugsum til þeirra og þökkum ? Munu þau
ekki fylgjast með bænum vorum og gleðjast við þakkargerð
vora og lofgjörð? Og verða það ekki móðurelskunnar sælustu
laun, að heyra barnið sitt, sem hún kendi að biðja og bað
fyrir sjálf, biðja enn sömu bænirnar og ganga áfram þann
veg, sem hún kendi því og vísaði, áður en hún fór á fund
Drottins? Og hvað má fremur varðveita barnshugann hrein-
an og óspiltan, en að vita, að móðurbænirnar fylgja því ávalt,
hvar sem það fer.
Mikils missir barnið, sem missir móður sína ungt. En mest
missir það barn, sem gleymir þeim vegi, er góð og kristin
móðir vildi vísa því, áður en hún fór heim.
Þar áttu dýrstan arf. Þar áttu helga gjöf, sem þér ber að
varðveita og ávaxta í lífi þínu fram til dauðans. Margan dýr-
an arf hafa þeir gefið, sem komnir eru heim. Meðal þeirra
eru vinir, sem aldrei hafa breyzt eða brugðist til dauðans.
Vinir, sem tóku þátt í öllum kjörum vorum, vinir, sem lögðu
sjálfa sig í sölur og vildu alt bera með oss. Þar eru börnin,
sem horfðu upp á oss skærum augum sínum nokkra fáa
mánuði eða ár, og kvöddu oss síðan jafnhrein, saklaus og ó-
velkt og Guð hafði gefið oss þau. Þar eru vinir, sem vér
gátum sagt alt og skildu alt af næmleika þess, sem elskar.