Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 101
Prestafélagsritið.
Kirkjudagsræða.
93
Þar eru einnig vinir, sem vér höfum sært, og vanþakkað og
eigum vangoldinn allan kærleika þeirra, alt ástríki og um-
hyggjusemi, fram til hins síðasta!
Hvernig fáum vér þakkað þeim, hvernig fáum vér vottað
þeim þá ást, sem var vangoldin, meðan vér enn áttum þá
hjá oss?
Margur iðrandi sonur krýpur niður við gröf móðurinnar,
sem hann hefir eigi reynst nógu vel. Þannig munum vér einnig
vilja krjúpa niður í iðrandi bæn, er vér minnumst margs þess,
sem oss bar, en vér létum ógjört.
Og vér vitum þá líka, að mörgu gleymir ástvinurinn fyr
en vér sjálf. Sá vinur, sem heitast hefir elskað, hann er ávalt
fyrri til að fyrirgefa.
Þannig vakna minningarnar ein af annari. — Og allar fá
þær snortið oss. Allar vekja þær hjá oss helga lotningu fyrir
afli kærleikans og blessun elsku og ástar.
En hvar tengjast flestar vinarminningar vorar saman? Hvar
höfum vér flest kvatt vini vora síðast? Vér höfum flest kvatt
þá síðast hér, hér í kirkjunni. Hingað höfum vér gengið, þá
er byrðarnar lágu oss þyngst á hjarta, og hér höfum vér
mörg fengið hugarlétti og hvíld. Hingað höfum vér því komið
nú, er vér minnumst þess, sem vér höfum mist kærast. Og
hér viljum vér ganga minningar- og þakkargöngu í hljóðri
lotningu upp að altari Guðs til þess að leggja þar lítinn stein
til minningar, eins og bræður vorir suður í löndum leggja
haustblómin á leiði þess, sem þeir hafa elskað. Guð blessi þér
sporin þau, bróðir og systir. Guð láti blómið litla, sem þú legg-
ur í anda á leiði látins vinar, bera ávöxt til eilífs lífs. Amen.