Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 102
Prestafélagsritið.
GILDI TRÚAR.
Erindi flutt á prestastefnunni 1927 og víðar.
Eftir séra Sveinbjörn Högnason.
Þa5 er ekkert áhlaupaverk í svo síuttu erindi, að rita um
svo yfirgripsmikið efni, svo að gagni komi. Þetta verða því
aðeins að skoðast sem bendingar, en engin gagnger rannsókn.
Þegar um þessi efni er að raeða, þá er sérstaklega tvenns
að gæta, sem aldrei má gleymast við gildimat þeirra. Hið
fyrra er það, að vér eigum ennþá engan óskeikulan mæli
á andleg verðmæti, er gefið geti oss í réttum tölum gildi
þeirra.
Vér erum að vísu komin langt í burt frá þeim hugsunar-
hætti og mælikvarða á andleg efni, sem lýsti sér í hinum
alkunna málshætti, að bókvit — eða lærdómur — yrði ekki í
askana látið. Þann askanna mælikvarða höfum vér fyrir löngu
yfirgefið. Ekki aðeins vegna þess, að menn nú hafa fengið
reynslu fyrir, að það líka getur lagað til í öskunum, heldur
miklu fremur vegna þess að vér nú vitum, að andleg verð-
mæti eiga svo sáralítið sammerkt við innihald askanna, — eru
svo fjarskalega fjarskyld þeim að eðli til og eigind.
Hið síðara, sem ekki má gleymast við slíkar íhuganir, er
það, að það eru til þau andleg verðmæti í lífi voru, sem ekki
þola hin óþyrmilegu tök skynsemisrannsókna, — ekki þola
gildimat gagnrýninnar, án þess að missa gildi sitt um leið.
Fer þá líkt með þau og hjá barni, sem er forvitið að skoða
innan í fallegt gull, sem það á og hefir mikið yndi af. En
um leið og það hefir satt forvitni sína, er gullið fagra ónýtt,