Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 103
Prestafélagsritið.
Gildi irúar.
95
— hefir ekkert gildi fyrir barnið framar. Að þannig sé
farið með ýms andleg verðmæti, er hægt að sýna fram á með
því að benda á eitt slíkt dæmi, sem flestir kannast við og
skilja. Vér vitum að ást unnenda þolir ekki, að annar-
hvor unnandinn fari að meta, hvaða gagn hann hafi af ást
sinni, — að hann fari að kryfja gildi hennar eftir kröfum
skynsemi sinnar, — fari að gagnrýna hana eftir orsakakröf-
um skilningsins, — því að þá um leið er hin hreina og helga
ást horfin, sem helgar samlíf alt og gerir það bjart og fagurt,
og eftir er ekkert annað en svokölluð ábataást eða hagnaðar-
von, sem hvortveggja er án alls gildis fyrir samlífið, — en
verður miklu fremur til þess að ata það sauri og eyða með öllu.
— En nú er einmitt svipað um eigind og eðli kristinnar trúar
og kærleikans, — því að vér vitum, að meistarinn mikli, höf-
undur trúar vorrar, gerði kærleiksboðorðið að hinu eina og
æðsta boðorði hennar. Kærleiki milli Guðs og manna skyldi
grundvöllur hennar. — Það er þessi staðreynd, sem aldrei
má gleymast, þegar rætt er og ritað um gildi trúar og verð-
mæti hennar yfirleitt í mannlífinu.
Það hafa að vísu rnargir hneykslast á síðari árum á því,
sem skilningnum er ofvaxið í trúarbrögðunum, — og viljaö
láta það hverfa með öllu, — eða þá að minsta kosti stýfa
svo vængi þess, að hægt væri, að mestu leyti, að hneppa
það í takmarkaðan bás mannlegs skilnings. — En sá mis-
skiiningur er nú óðum að hverfa, og ekki sízt þar sem hans
upprunalega föðurland var, í Þýzkalandi.
Augu nútímans eru æ betur að opnast fyrir þeim ljósu
sannindum postulans, að »vér lifum í trú, en ekki í skoðun«,
— að trúaráhrifa gætir miklu meir í lífi voru öllu en áhrifa
skilningsins. í raun og veru leysum vér ekkert verk af hendi,
án þess að trú, sem skilningnum er ofvaxin, sé undirrót þess
09 höfuðorkulind.
Flestir kannast við hin alkunnu orð Ibsens:
„At Ieve er Kamp med Trolde
i Hjertets og Hjærnens Hvælv“,
0: að lífið sé tröllabarátta í fylgsnum heila og hjarta; — og