Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 104
96
Sveinbjörn Högnason:
Prestafélagsritið.
flestum, að minsta kosti þeim, er siðfræði kynna sér, — ber
nú saman um, að sá trölladans fari ekki síður fram í leynd-
ustu fylgsnum hjartans, en í ljósum, rökréttum hugsunum
heilans. — Tilhneigingar og kendir eru sízt léttari á meta-
skálunum en rökrétt hugsun, þegar hver einstaklingur stígur
hin mikilverðustu spor á lífsbraut sinni. Það mun þvert á móti
óhætt að fullyrða, að tilfinningalífið alt er sem uppistaðan í
lífsvef vorum, en ívafið mynda svo hin rökrétta hugsun og
skynjan. — Tilfinningalífið er aftur á móti undirrót eða jarð-
vegur trúar í víðtækustu merkingu, — í öllum hennar mynd-
um. Trú í þeirri víðtæku merkingu köllum vér alt það, sem
skynjan vor fær ekki gripið, — að minsta kosti ekki í svip, —
en reynsla vor, hugboð og kendir segja oss, að muni
rétt vera. Trú verður þá undirstaða flestra vorra daglegu
gerða og athafna. Skynsemisrannsókn fer þar sjaldan á undan,
— er enda oft útilokuð. I öllum mikilvægustu ákvörðunum
lífs vors verðum vér að trúa, — og það iðulega gegn rann-
sókn skynseminnar. Vér verðum að trúa á einlægni og óeigin-
girni vina vorra, — trúa á ást unnustunnar, eða unnustans,
að hún sé falslaus og hrein, — vér verðum að trúa á hug-
sjónirnar, sern vér berjumst fyrir, að þær beri verðmæti og
blessun í skauti sér, — vér verðum að trúa, að lífsstörf vor
blessist og beri ávöxt, og vér verðurn að trúa á þjóð vora,
trúa því, að það sé til einhvers að vinna fyrir farsælli og
fagurri framtíð hennar. Og alt er komið undir styrkleika trúar
vorrar, hve góðir vinir, — einlægir unnendur og hve hæfir
starfsmenn vér reynumst þjóð vorri og fegursíu hugsjón-
unum, sem vér lifum fyrir. Þegar um þetta er að ræða, er
aldrei hægt að koma að skynsemisrannsókn. — Vér sjáum
því fljótt, hve víðfeðm trúin er í þessum skilningi. —
En auk þess tölum vér um trú í þrengri merkingu, — þá
trú, sem er undirstaðan að lífsskoðun vorri, hver svo sem
hún er. Um það er og algengast að nota orðið trú.
Gagnvart öllum mikilvægustu ráðgátum mannlífsins stendur
skynsemi vor ráðþrota, eigi hún ein að leysa þær leyndu