Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 105
Frestafélagsritfö.
Gildi trúar.
97
rúnir. Þar reynist það of oft satt, sem enska skáldið Tenny-
son kvað:
„Því ekkert það sannast, sem vitneskju er vert,
og varlega afsannast heldur".
Vísindin fá lítt sagt oss um uppruna og afdrif lífs, — um gildi
góðra verka og göfugra hugsana, og alt Iögmál sálarlífsins er
teim enn að mestu lokuð bók. Og þó er enginn einstaklingur,
sem kemst hjá því að mynda sér einhverja skoðun um flest
þessi efni, — þá skoðun, sem verður undirstaða lífs hans
og starfa. Trúhneigðin er löngunin og þráin til að átta sig á
afstöðu vorri gagnvart tilverunni í heild. Það, sem knýr hana
fram, er sú staðreynd að vér lifum, — en að vér vitum ekki
fyrir hvað og til hvers, — vitum ekki, hver sé hinn eiginlegi
tilgangur lífs vors hér á jörðu. En við tilganginn verða öll
hin svokölluðu verðmæti lífsins að miðast. Þó að vísindin
geti frætt oss um marga hluti, geta þau fátt sagt oss um
þessi efni, sem oss eru mikilvægust allra. Þau geta bent oss
á framþróun lífsins og breytingar, — þau geta bent oss á
ýmsan tilgang, eins og t. d. viðhald lífsins, vöxt menningar,
þroskun hæfileika o. m. fl. En til hvers? Hvert er hið end-
anlega takmark og tilgangur alls þessa?
Spurningin þessi, um hið knýjandi afl bak við alt líf á
jörðu, um það, hvort hvert einstakt mannslíf, bæði mitt og
þitt, lesandi minn, hafi eilífan tilgang og eilífa tilveru, — sú
spurning verður ekki leyst með viti vísinda, — að minsta
kosti ekki enn sem komið er, — en hún knýr hvern ein-
stakling, sem eitthvað hugsar, út á hið mikla trúarhaf. —
Enginn fær myndað sér ákveðna lífsskoðun og stefnu, nema
hann taki fasta afstöðu í þessum efnum. Stefnuleysingjar, sem
alt af spyrja eins og Pílatus forðum: »Hvað er sannleikur?*
þeir ná aldrei fastri skapgerð, en verða ávalt sem strá af
vindi skekin fyrir hverjum gusti, er blæs á móti á lífsins sjó.
Sá áttaviti, sem hér vísar leið í lífi hvers manns, það er
trúin, — trúin ein. Það er trú, hvort sem hann velur heldur,
að vilja lítið eða ekkert um þessi efni hugsa, og taka aldrei
afstöðu til þeirra, eða þá hann hefir öðlast vissu fyrir æðri
7