Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 106
98
Sveinbjörn Högnason:
Prestafélagsritið-
eilífum tilgangi í lífi sínu og annara, — hefir fundið til þess
máttar, sem öllum öðrum er máttkari og meiri, — þá hefir
hann fundið, að sá kraftur einn er megnugur að bera líf
hans til þroska og sigurs á illum hvötum eigin sálar. Þegar
um þetta val er að ræða í lífi hvers manns, þá getur skyn-
semin ein aldrei skorið úr, hvort sé hið rétta. I báðum til-
fellunum er það trú, hvort sem valið er. I fyrra tilfellinu er
hún veik og veitir enga orku í lífinu, en í hinu síðara er hún
máttug og sterk og stjórnar öllum orðum og gerðum þess
manns, sem hana öðlast. Hún gerir hann styrkan og stórari
í ölduróti lífsins, gerir skapgerðina stælta og ákveðna.
Margir geta sjálfsagt talið meira en eitt þeirra mannslífa,
er þeir hafa sjálfir þekt, er farið hafa á mis við flestar þær
orkulindir, sem alment eru beztar taldar mannlífinu af nútíma-
menningunni. — Þau hafa farið á mis við auðinn, sem þó
virðist ráða svo miklu um orku og framkvæmdir mannanna.
Þau hafa farið á mis við völd og opinberar virðingar, — hafa
ekki nema að litlu leyti ráðið eigin athöfnum. Þau hafa farið
á mis við mentun, andlega sem líkamlega. Hafa farið á mis
við vermandi eld listanna fögru, — hafa farið á mis við alt,
sem foreldrar telja nú nauðsynlegast að veita börnum sínum
í uppeldinu. En samt er það undravert, hve orkurík og fögur
mörg slík mannslíf hafa verið, sem hafa farið á mis við alt
þetta. Jafnvel á mestu þrauta- og erfiðisstundum hafa þau sýnt
meira þrek og orku en þau, sem bergt hafa af öllum þessum
gnægtabrunnum mannlífsins. Og ef vér svo spyrjum sjálf oss,
hvaðan kom þeim þá slík orka og slíkt þrek? — þá munum
vér í flestum tilfellum geta orðið samdóma um það, að það
hafi verið frá lindum sterkrar trúar, — óbifanlegrar trúar á
réttan, eilífan tilgang lífsins, — heitrar trúar á helg verðmæti
í mannlegu lífi, er léðu því ljós og kraft.
Ef vér svo lítum yfir sögu mannanna á undanförnum öld-
um, þá verðum vér þess brátt áskynja, að hin sigursælustu
og blessunarríkustu mannslíf hafa nærst mest af lindum trúar.
Þaðan hafa þau fengið mesta orku og mestan kraft, sem
borið hefir blessunarrík áhrif um margar aldir.