Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 107
Prestafélagsritiö.
Gildi trúar.
99
Það sést því ljóst, að trúin hefir reynst það, sem postulinn
mikli kallar hana, — í sannleika »kraftur Guðs«, bæði í lífi
einstaklinga og heilla kynslóða.
Hér hefir stuttlega verið Ieitast við að leggja orkumæli-
kvarðann á trúna í öllum myndum hennar. Sá mælikvarði
hefir sízt reynst henni hættulegur, og mun aldrei reynast á
óförnum brautum jarðlífsins. Sá mælikvarði sýnir ljóst gildi
trúar á flestum sviðum mannlegrar tilveru. Hann sýnir, að
trúin er orkulind flestra vorra daglegu athafna og verka, —
allra vorra fegurstu hugsjóna og framtíðardrauma. Hún veitir
mátt í freistinganna stríði, flytur ljós og kraft inn í myrkur
erfiðleika og þrauta. Á henni byggjast flest hinna dýrmætustu
verðmæta mannlegs lífs, er fegra það og verma. Vináttu-
böndin bindast við arineld hennar. Ástin hreina, er helgar
samlíf karls og konu, þróast í skjóli hennar, og lífsbaráttan
öll, sem að miklu leyti fer fram í tilfinningum og hvötum
hjarta og hugar, — hún helgast af krafti hennar, og sá kraftur
Wyndar úr þeirri baráttu hina föstu skapgerð, er knýr hugs-
anir og hvatir til sigursæls starfs.
Annar mælikvarði leiðir strax af sjálfu sér, er vér nú höf-
um lagt hinn fyrsta, en það er fegurðarmælikvarðinn. Hver
eru þá þau verðmæti, sem fegra mannlegt líf, gera það sól-
ríkt og bjart? og hver er hlutdeild trúarinnar í þeim verð-
mætum? Sum þeirra verðmæta eru þegar nefnd, eins og t.
d. kærleikurinn í öllum hans myndum, — og vér höfum séð
hversu hann alt frá veikum vináttuböndum til hreinnar og
helgrar ástar er nátengdur trúnni og hlýtur altaf að nærast
frá lindum hennar. En fátt mun það, er slær slíkum sól- og
sumarroða á mannlega tilveru sem hann. I honum felast vissu-
le9a einhver hin mestu fegurðarverðmæti mannlegs lífs.
En auk þess eigum vér einnig önnur fegurðarverðmæti,
sem oft eru mikils verð og nútímamenningin hefir altaf mat-
mikils. Það eru hinar svo kölluðu listir, eða fögru listir.
^áir munu neita því, að þær hafi ómetanlegt gildi, bæði til
að fegra og skýra líf vort. Listin getur hrifið hug vorn með
öllu og látið oss gleyma sorg og harmi og daglegu striti, og