Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 111
Frestafélagsritið.
Gildi trúar.
103
sem truflar í dimmviði skógarins. — Þau hættu svo að muna
«ftir til hvers var haldið af stað, og að lokum hafa þau öll
gefist upp. 011 hafa þau hætt að heyra hinn töfrandi klukkna-
hljóm, — öll nema 2. Þau ein voru óþreytandi í leit sinni,—
létu ekkert trufla sig. Þau heyrðu einnig ómana fögru nálgast
meir og meir. Og loks eftir miklar þjáningar og erfiðleika
hvílast þau á hugnæmum stað undir klukkunni, sem sendi frá
sér þessa töfraóma út um allan skóginn. Nú laugast þau loks
sæl og fagnandi í ómum hennar.
Með þessu æfintýri bregður skáldið upp dásamlega ljósri
mynd af mannlegu lífi, guðsþrá þess og guðsleit. Omarnir
fögru eru rödd guðlegrar trúar, sem alstaðar lætur til sín
heyra, um gjörvalla jörð, — í umhverfi og hugarheimi hvers
einasta manns.
Hjá þeim, sem öruggir halda eftir þeim í lífsleit sinni, —
láta þá marka skapgerð sína og skoðanir, — hjá þeim verða
þeir hið máttkasta afl, — hin bezta orku- og fegurðarlind,
er að lokum leiðir til »andans sigurhæða*. — Þeir menn
efast aldrei um gildi trúar; — efast aldrei um, að sannleikur
er fólginn að baki hennar dýpstu og helgustu þráa. Þeir vita,
að ómar hennar, í djúpi mannlegra sálna, koma frá honum,
er lífið gaf og einn er þess megnugur, að leysa ráðgátur
þess til fulls. Hinir, aftur á móti, sem hætta að heyra þessa
óma í lífi sínu, — hætta að láta þá vera áttavitann, er mark-
ar þar stefnur og skoðun, — þeir fara ekki aðeins á mis
við orku- og fegurðarlindir þeirra, heldur neita einnig öllu
gildi þeirra og krafti. Og vitanlega verða þeir án gildis í
þeirra eigin lífi, alveg eins og klukknahljómurinn varð það í
leit barnanna, sem að síðustu neituðu að hann væri til. Þau
náðu því aldrei að því takmarki, sem fyrirhugað var í fyrstu.
Skáldið lætur börnin tvö, sém komust alla leið, fara mis-
munandi leiðir. Með því bendir hann oss á þann sannleika,
að trúin eða eilífðarþrá mannsins getur farið ýmsar leiðir.
Leiðirnar geta legið á ýmsa vegu, að hinum sömu eilífu sann-
indum, sem trúin stefnir að. Leiðin að föðurhjarta Guðs, er
meira en ein hið ytra séð. Hún getur leynst í mismunandi