Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 112
104
Svbj. Högnason: Gildi írúar.
Prestafélagsritið..
trúarreynslu, atvikum og andlegum áhrifum. En Kristur hefir
bent oss á, að það er aðeins eitt hugarfar, sem er hæft til
að leiða oss til sigurs á þeim leiðum. Það er hugarfar ]esú
Krists, kærleiki til Guðs og manna.
Eftir að hér hefir verið reynt stuttlega að benda á
gildi trúarinnar í lífi vor manna, — hygg ég að það
verði einna ljósast að draga upp ofurlitla líkingu til skýr-
ingar. Vér vitum að grösum merkurinnar nægir ekki frjór
og góður jarðvegur, — að þeim nægir ekki gnægð næring-
arefna úr móður moldu. — Þótt jörðin láti þeim í té alt hið
ágætasta og bezta, er hún á í skauti sínu, til vaxtar og þroska,
— þá verða þau alt af veik og visin, — fölna brátt og deyja,
nema þau njóti næringar að ofan, — úr loftinu við lífrænan
kraft Ijóssins, við yl og birtu sólar. — Þá fyrst er þau fá
breytt út blöð sín móti ljósinu því, og neytt næringar þeirrar
er það flytur, þótt ósýnileg sé, -- þá fyrst þroskast þau til
fulls, bera hin fegurstu blóm og ávexti til nýs lífs og nýrrar
fegurðar á jörðu. Þannig er mannlífinu einnig farið. Því næg-
ir ekki hin efnalegu verðmæti ein, — nægir ekki að nærast
af molum þeim, sem mannlegur skilningur fær mælt og mat-
ið, til að ná fullum þroska; — en í trúnni breiðir það sig
móti geislunum að ofan, og lífrænum krafti þeirra. Þá fyrst
þroskast það til fulls og ber þau blóm, sem fegra mannlega
tilveru, — ber frækorn til framhaldandi lífs og eilífs þroska.
Þá öðlast það orku til sigurs á illum hvötum og eyðandi
öflum.
Mannkynið má því sízt við, að ómar hinnar ósýnilegu ei-
lífu klukku trúarinnar dvíni og hverfi á þroskabraut þess, —
því að þá verður það jarðbundið og þróttlaust og missir helg-
an mátt. — En þeir verða að óma þar æ unaðslegar í lífi
hvers einstaklings, — í lífi vor allra, — í sögu lífsins frá
kyni til kyns og um allar aldir.