Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 113
Prestafélagsritið.
JESÚS KRISTUR, SONUR GUÐS.
Eftir prófessor Sigurð P. Sívertsen.
Var Jesús sonur Guðs.
Hver sem telur sig kristinn mann, hlýtur fyrst og fremst
að leita svars við þeirri spurningu hjá Jesú sjálfum, og það
með auðmýkt og lotningu í huga. Sagðist Jesús vera sonur
Guðs?, verður hverjum kristnum manni fyrst fyrir að spyrja
við rannsókn þessa máls.
Vér skulum fara til elztu guðspjalla vorra, samstofna guð-
spjallanna þriggja, og athuga helztu ummælin, sem bera voít
um sonarvitund Jesú.
Eitt af því, sem þar vekur eftirtekt, er að Jesús nefnir Guð
á sérstakan hátt föður sinn. Þetta kemur fram í því, að hann
segir »faðir minn«, »minn himneski faðir«, »faðir yðar í
himnunum«, »yðar himneski faðir«, og kennir lærisvein-
um sínum að biðja »faðir vor«, en notar aldrei faðir vor,
um Guð, þegar hann talar um sjálfan sig og aðra. Þetta er
óneitanlega einkennilegt, hvað sem menn að öðru leyti vilja
af því álykta.
Annars eru aðeins tvö bein ummæli Jesú í samstofna guð-
spjöllunum þar sem hann nefnir sig ^soninn^. Önnur þeirra
ummæla eru í endurkomuræðu Markúsarguðspjalls: »En um
þann dag eða stund veit enginn, ekki einu sinni englarnir á
himnum, né sonurinn, heldur aðeins faðirinn*. Hin eru í
Ræðuheimildinni í Matt. 11. kap. og Lúk. 10. í Matteusar-
Suðspjalli eru þau orðuð: »Alt er mér falið af föður mínum, og
enginn gjörþekkir soninn nema faðirinn, og eigi heldur gjör-