Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 115
Prestaféiagsritið. Jesús Kristur, sonur Guðs. 107
sonurinn í stað sonur hins blessaða, sem æðstipresturinn
notaði.
Samkvæmt því sem Jóhannesarguðspjall skýrir frá, hefir
Jesús þráfaldlega nefnt sig »son/nn«, og einnig aðrir notað
það heiti um hann. Er hann í guðspjallinu ýmist nefndur son-
urinn án nánari skilgreiningar, eða guðssonurinn, eða einget-
inn sonur Guðs, guðssonurinn eingetni, eins og sjá má af 1,
18. 34. 50.; 3, 16.—18.; 5, 19.—26.; 6, 40.; 8. 36.; 10. 36.;
11, 4.; 14, 13.; 17, 1.; 19. 7; og af niðurlagsorðunum í 20,
31.: »En þetta er ritað til þess að þér skulið trúa, að Jesús
sé hinn Smurði, guðs-sonurinn«.
Af þessu sést, að öllum guðspjöllum vorum ber saman um,
að Jesús hafi nefnt sig soninn, þ. e. Guðs son, þótt það heiti
sé miklu oftar viðhaft af Jesú samkvæmt Jóhannesarguð-
spjalli, en eftir því, sem hin guðspjöllin skýra oss frá. Enda
ber Postulasagan og bréf Nýja-testamentisins þess ótvíræðan
vott, að í fyrstu kristni hafi því verið haldið fram, að Jesús
væri sonur Guðs. Um Pál postula segir Postulasagan, að
hann undir eins eftir afturhvarf sitt hafi farið að prédika í
samkunduhúsunum um Jesú, »að hann væri guðs-sonurinn«
(Post. 9, 20.). Og í bréfum sínum talar Páll um, að Jesús
hafi verið sonur Guðs, Guðs eigin, elskaði sonur, kröftuglega
auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu frá dauðum. En
sé farið út fyrir bréf Páls, kemur guðssonarheitið um Jesú
oftast fyrir í Hebreabréfinu og Jóhannesarbréfunum.
Óhætt má því fullyrða, að hver sá maður, sem byggja vill
á prédikun Jesú sjálfs og vitnisburði lærisveina hans, hljóti
að geta tekið undir með Símoni Pétri: »Þú ert hinn Smurði,
sonur hins lifanda Guðs«.
Enda getur enginn ágreiningur verið milli kristinna manna
um það, að Jesús sé sonur Guðs. Það er á misskilningi ein-
um bygt, ef menn halda að svo sé. Eg hygg að allir þeir
Islendingar, sem teljast vilja kristnir, geti tekið einum rómi
undir játningu Hallgríms Péturssonar: «Son Guðs ertu með
sanni*.
Um skiftar skoðanir getur þá fyrst verið að ræða, þegar