Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 116
108 Sigurður P. Sívertsen: Prestafsiagsritið.
farið er að gera sér þess grein, í hverri merkingu Jesús hafi
verið sonur Guðs.
1 hverri merkingu var Jesús sonur Guðs?
Til þess að geta svarað þeirri spurningu, verður fyrst að
rannsaka, hvort heiti þetta, guðssonar-heitið, hafi verið þekt
á dögum Krists meðal landa hans og í hverri merkingu notað,
— því næst að reyna að gera sér þess grein, hvað Jesús
sjálfur hafi lagt í heitið, og að síðustu athuga merkingar
orðsins hjá höfundum Nýja-testamentisritanna.
Söguleg rannsókn á uppruna orðsins hjá Gyðingum sýnir,.
að Guðs sonur var þekt heiti meðal þeirra. I Gamla-testa-
mentinu eru englar nefndir synir Guðs og líka Israelsþjóðin í
heild sinni, Guðs elskaða og útvalda þjóð. En heitið er einnig
notað um útvalda einstaklinga þjóðarinnar, bæði um dómara
og konung þjóðarinnar. Guðs sonur var æfagamall konungs-
titill, og þegar tímar liðu, var sérstaklega farið að nota það
heiti um konung framtíðarríkisins, konunginn þráða, Guðs
útvalda, Guðs smurða, Messías. Bæði síð-gyðingdómsritin
svonefndu og Nýja-testamentisritin bera þess vott, að heitið
Guðs sonur hafi á dögum Krists verið þekt og notað sem
nafn á hinum fyrirheitna Messíasi. — I heiti þessu hefir á
Nýja-testamentislímabilinu efalaust verið látið felast, að kon-
ungur framtíðarríkisins væri ástmögur Guðs, elskaður af Guði,
en líka hitt, að hann væri hinn útvaldi Guðs, af Guði til
konungstignar kjörinn og konungdómur hans væri þar af leið-
andi æðri, veglegri og víðtækari en ætti sér stað um ríki
nokkurs jarðnesks konungs.
Hvað lagði Jesús þá í guðssonarheitið?
Förum aftur til samstofna guðspjallanna og athugum helztu
ummælin, sem þar koma til greina og áður voru nefnd.
Fyrst voru beinu ummælin tvö, þar sem Jesús nefnir sig
soninn. Með hvorutveggju þeim ummælum elztu heimilda
vorra hefir Jesús gefið til kynna, hve innilegt kærleikssam-
félag hans við Guð sé og hve fullkomin guðsþekking leiði
af guðssamfélagi hans. í orðunum felst meðvitundin um föður-