Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 117
Prestafélagsritið.
Jesús Kristur, sonur Guðs.
109
elsku Guðs, sem honum hafi birzt í svo ríkulegum mæli, að
hann öllum öðrum fremur sé fær um að vitna fyrir mönnum
um föðureðli Guðs og flytja þeim nýja guðsopinberun. Sem
elskuðum syni Guðs sé honum þessi nýja guðsopinberun á
hendur falin. Fyrir hann eigi mennirnir kost á að komast í
kærleikssamband við Guð sem kærleiksríkan föður. — Hvoru-
tveggju ummælin tala um, að Jesús sé hinn útvaldi og elsk-
aði Guðs. Minna þau á orðin í Jóh. 10, 30.: »Ég og faðirinn
erum eitt«, og benda til þess, sem í dýpstu merkingu lá í
Messíasarnafninu.
í svarinu til æðstaprestsins játar Jesús, að hann sé hinn
þráði Messías þjóðarinnar. I sömu Messíasar-merkingu er
orðið notað í skírnar-, freistingar- og ummyndunar-sögunum.
Einnig í dæmisögunum umgetnu.
Það má því fullyrða, eftir að hafa athugað Jesúmynd
þriggja elztu guðspjalla vorra, að Jesús hafi verið sér þess
meðvitandi, að hann væri sonur Guðs, sonurirm, í alveg sér-
stakri merkingu, og hafi með því heiti viljað gefa til kynna
vitund sína um óvanalegt guðssamfélag og jafnframt sannfær-
inguna um, að hann væri hinn fyrirheitni Messías þjóðar
sinnar, sem vegna hins nána kærleikssamfélags við Guð væri
sendur með nýja og fullkomna guðsopinberun til mannanna.
Jesús hefir með öðrum orðum notað guðssonarheitið um
sig í andlegri merkingu. Það sést meðal annars af því, að
Jesús setur lærisveinum sínum það stefnumark að verða synir
hins hæsta (Lúk. 6, 35.; Matt. 5, 45.) með því að líkjast Guði
í fullkomnum kærleika. í því felst, að sonur Guðs verði eng-
inn í sannleika fyr en hann sé farinn að lifa sem Guðs barn,
ekki fyr en kærleikseðli föðurins himneska hefir náð tökum
á eðli hans og er farið að móta einkunn hans. — Það sést
einnig af því, hverja hann telur andlega skylda sér: »Því að
hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn og systir og
móðir« (Mark. 3, 35.). — Hvorttveggja, bæði það að verða
sonur Guðs og að verða skyldmenni Jesú, er samkvæmt
þessu bundið við andlegt ásigkomulag mannsins eingöngu.
En þótt mennirnir geti orðið synir Guðs samkvæmt kenn-