Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 118
110
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö..
ingu Jesú, er hann sér þess þó meðvitandi, að vera „sonur
inn“ í sérstakri merkingu, á hærra stigi og á einstæðan hátt.
í sömu andlegu merkingunni er guðssonarheitið viðhaft í
Jóhannesarguðspjalli. Með því er átt við Messíasartign Jesú,
sem mikil áherzla er lögð á í 4. guðspjallinu. Sést það ber-
lega af ummælum guðspjallsins í fyrsta kapítula þess, þar sem
guðssonurinn er haft í sömu merkingu og Israelskonungur,.
sem var eitt af Messíasarheitunum, og í 11. og 20. kapítul-
anum, þar sem hinn Smurði og guðssonurinn er höfð sem
hliðstæð heiti og sömu merkingar. Með því er einnig átt við
hið einstæða og innilega kærleikssamfélag hans við föðurinn
og hve guðdómlegur hann hafi verið. Felst það bezt í heit-
inu eingetinn sonur Guðs, guðssonurinn eingetni. Þar sem
gríska orðið, sem þýtt er eingetinn, kemur fyrir annarstaðar
í Nýja-testamentinu, er það þýtt einkasonur eða einkabarn. I
sömu eða líkri merkingu notar 4. guðspjallið orðið og vill
með því gefa til kynna, að enginn hafi verið sonur Guðs í
sama skilningi og Jesús Kristur, enginn hafi líkst Guði eins
og hann, í engum búið eðli Guðs í sama mæli og í honum,
og enginn staðið í jafn einstæðu og innilegu sambandi og
kærleikssamfélagi við Guð sem föður sinn eins og hann. Að
þetta sé rétt skýring, má bæði sjá af mörgum ummælum guð-
spjallsins og einnig af þvi, að í 4. guðspjallinu nefnir Jesús
mennina aldrei syni Guðs, en guðspjallið notar orðið börn,
þegar ræða er um guðssamfélag kristinna manna og aðgreinir
þá á þann hátt frá honum, sem nefndur er eingetinn sonur
Guðs. Þetta sést einnig af því, að 4. guðspjallið og 1. Jó-
hannesarbréf þráfaldlega tala um að vera af Guði getnir eða
af Guði fæddir, og ávalt í andlegri merkingu. Nægir að benda
á Jóh. 1, 12. n.: »En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf
hann rétt til að verða Guðs börn: þeim sem trúa á nafn
hans, sem ekki eru af blóði, né af holds vilja, né af manns
vilja, heldur af Guði getnir“ (sbr. Jóh. 3, 3. 6. 8.) — og
1. Jóh. 4, 7.: »Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kær-
leikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar, er af