Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 119
Prestaféiagsritið. Jesús Krislur, sonur Guðs. llí
Guði fæddur og þekkir Guð« (sbr. 1. Jóh. 2, 29.; 3, 9.; 5,.
1. 4. 18.).
Sé því næst farið til Páls, verður ekki betur séð en að
hann noti guðssonarheitið um Jesú í andlegri merkingu. Það
sést af því, að hann heldur því fram, að í honum hafi Guði
þóknast að láta alla fyllinguna búa, fyllingu alls þess, er gerir
Guð að Guði, fyllingu alls þess, sem guðdómlegt er (Kól. 1,
19.; 2, 9.). Það sést einnig af því, að hann talar um að menn-
irnir geti verið synir Guðs, þegar þeir veita anda hans við-
töku með trúuðum huga. Nægir að minna á ummæli Páls í
Rómverja- og Galatabréfinu þessu til sönnunar: »Allir þeir
sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs synir«, »þá, sem
hann þekti fyrirfram, hefir hann og fyrirhugað til þess að
líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal
margra bræðra« (Róm. 8, 14. 29.). »Því að þér eruð allir
Guðs synir fyrir trúna á Krist Jesú« (Gal. 3, 26.).
Er þá hvergi í Nýja-testamentinu talað um, að Jesús hafi
verið sonur Guðs í annari merkingu en andlegri? Jú, vissu-
lega er heitið líka notað þar í líkamlegri merkingu og með
því gefið til kynna, hver uppruni hans sé og ætterni. Það á
sér stað í bernskusögu Lúkasarguðspjalls (Lúk. 1, 35.; sbr.
Matt. 1, 18. nn.), og eitthvað Iíkt felst í orðum hundraðs-
höfðingjans, sem stóð gegnt Jesú og sá hann gefa upp and-
ann á krossinum (Mark. 15, 39.; Matt. 27, 54.).
Þannig sjáum vér, að tvennskonar skýringar eru á því í
Nýja-testamentinu, í hverri merkingu Jesús hafi verið sonur
Guðs. Hvorirtveggju hafa því orð Nýja-testamentisins að
byggja á, bæði þeir, sem leggja áherzluna á, að Jesús hafi
verið Guðs sonur í andlegri merkingu, og hinir, sem halda
bví fram, að hann hafi einnig verið það samkvæmt uppruna
sínum að líkamanum til.
Hvenær varð Jesús sonur Guðs?
Þar kemur nýtt sjónarmið, sem vert er að tekið sé tillit til
í þessu sambandi.
Athugum þá það, sem Nýja-testamentið segir um þetta atriði.