Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 121
Prestafélagsritið.
Jesús Kristur, sonur Guðs.
113
og kenninguna um yfirnáttúrlegan getnað, og á þann hátt
lagt áherzlu á, að þótt Kristur hafi verið Guðs sonur frá
eilífð í andlegri merkingu, hafi hann líka verið guðdómlegs
eðlis að líkamanum til og einnig að því leyti dýrlegri og dá-
samlegri en allir aðrir, sem á jörðu vorri hafi lifað.
Hver er kjarni þessa máls fyrir oss nútídarmenn?
Kjarni þessa máls er hinn sami fyrir alla tíma, sá, að op-
inberunin í Kristi sé í sannleika guðdómleg, þar sé um raun-
verulega guðsopinberun að ræða, hún sé frá Guði sjálfum
runnin og í samræmi við insta eðli Guðs, er birzt hafi í
syninum.
Þessi kjarni er orðaður með ýmsu móti í Nýja-testament-
inu. Páll lýsir honum með því að nefna Krist ímynd hins
ósýnilega Guðs (Kól. 1, 15.; 2. Kor. 4, 4.). Með því á hann
við að Guð, hin ósýnilega, æðsta vera, hafi opinberast í Kristi,
birzt í lífi hans og persónu, þannig, að heimurinn frá honum
hafi öðlast sanna og raunverulega þekkingu á Guði, á því
hvernig Guð væri, hvers mætti af honum vænta og hvert
hann stefndi með alt, sem skapað er.
Höfundur Hebreabréfsins lýsir þessu með svipuðum orð-
um. Hann nefnir »soninn« ljóma dýrðar Guðs og ímynd veru
hans. — En höfundur Jóhannesarguðspjalls notar hugtak, sem
var alþekt á hans tímum og hafði háleita merkingu í hugum
þátíðarmanna. Hann nefndi Krist orðið, Logos, orð Guðs, og
vildi með því koma lesendum guðspjalls síns í skilning um,
hve mikill og dýrlegur sá hafi verið, er Guð sendi í heiminn
til þess með kenningu, lífi og dauða, að opinbera kærleiks-
vilja hans og ráðstafanir mannkyninu til hjálpræðis. Af því
hann var orð Guðs, opinberari guðdómsins, gat hann flutt
^annkyninu dýrlegustu gæðin, er því gat hlotnast, líf og ljós
í æðsta skilningi og verið frelsari heimsins.
Harnack háskólakennari lýsir þessum kjarna, sem felst í
Suðssonarheitinu, á þessa Ieið í bók sinni »Kristindómurinn«,
sem nýlega er komin út í ágætri íslenzkri þýðingu: »Hann
Veií, að hann þekkir föðurinn, á að flytja öllum þá þekkingu
8