Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 122
114
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsrilið*
og með því er hann að vinna verk Guðs. Það er mest
af öllum verkum Guðs, takmark og endir sköpunar hans.
Honum er það falið og hann mun koma því til leiðar
í krafti Guðs. Fyltur þeim krafti og með sigurinn i vænd-
um talaði hann orðin: >Alt er mér falið af föður mín-
um«. Aftur og aftur hafa mannkyninu vakist guðsmenn, sem
hafa verið sannfærðir um það, að þeir hefðu guðlegan boð-
skap að flytja og yrðu að hlýðnast því, hvort sem þeim væri
það ljúft eða leitt. En æfinlega skyldi boðskapur þeirra vera
ófullkominn, einhver veila í honum og hann bendlaður við
stjórnmál og sérstakar kringumstæður, og alt miðað við á-
standið þá. Oftast stóðst spámaðurinn ekki heldur þá raun að
geta sjálfur staðfest boðskapinn með lífi sínu. En hér er
fluttur hinn dýpsti og víðtækasti boðskapur, sem snertir instu
hjartarætur mannanna, og tekur til alls mannkyns, þó Gyð~
ingar fái hann — boðskapurinn um Guð föður. í honum er
engin veila og kjarna hans er auðvelt að greina frá hýðinu,.
sem altaf hlýtur að vera, þar sem tíðarsagan er. Hann er
ekki úreltur, heldur ber hann enn í dag af öllu, er við ber,.
lifandi og þróttmikill. Og hann sjálfur, er flutti hann, hefir
ekki þokað fyrir neinum, heldur lætur líf mannanna enn í
dag öðlast þýðingu og takmark — hann Guðssonurinn1 * *)4.
Sumum mun finnast, að ekki sé hægt að tileinka sér þenn-
an kjarna, er felst í guðssonarheitinu, nema með því einu, að
aðhyllast kenninguna um yfirnáttúrlegan getnað Krists. En
slíkt er á misskilningi bygt. Það er vel tekið fram hjá Stanley
]ones, trúboða á Indlandi, sem sjálfur er sannfærður um und-
ursamlegan getnað ]esú. Hann kemst svo að orði í bók sinni
»The Christ of the Indian Road*: »Trú mín á guðdóm hans
byggi ég ekki á því, hvernig hann fæddist. Hefði oss verið
sagt, að hann hefði fæðst með venjulegum hætti, og ég hefði
þrátt fyrir það séð það hjá honum, sem ég sé nú, þá myndi
1) Kristindómurinn. Fyrirlestrar eftir Adolf v. Harnack, háskóla-
kennara í guðfræði. — Þýtt hefir með leyfi höfundarins Ásmundur
Quðmundsson — Seyðisfirði 1926. Dls. 99.