Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 124
Prestafélagsritið.
HVERN SEGIÐ E>ÉR MIG VERA?
Prédikun eftir séra Ásmund Guðmundsson skólastjóra.
Haldin við setningu prestafundar á Akureyri 20. júlí 1927.
Markúsarguðspjall 8, 27.—29.:
Og Jesús fór út og lærisveinar hans til þorpanna í kringum Sesareu
Filippí, og á leiðinni spurði hann lærisveina sína og sagði við þá: Hvern
segja menn mig vera? Og þeir svöruðu honum og sögðu: Jóhannes skír-
ara, og aðrir: Elía; en aðrir: einn af spámönnunum. Og hann spurði þá:
En þér, hvern segið þér mig vera? Pétur svaraði og segir við hann:
Þú ert Kristur.
Þegar Símon Pétur sagði Markúsi og öðrum frá minning-
um sínum, þá var þessi ein hin bjartasta. Jesús og lærisveinar
hans voru staddir nyrzt á Gyðingalandi, þar sem náttúrufeg-
urðin er mest. Hermon gnæfði yfir snævi þöktum tindum, en
skógarbrekkur voru hið næsta; féll þar um bergvatn mikið
og kristaltært, sem spratt fram undan fjallsrótunum. Glæsileg
borg blasti við skamt frá með hvítum marmarahöllum. Mest-
um ljóma brá þó yfir þetta ógleymanlega tal, sem þeir áttu
þar saman. Aldrei fyr höfðu lærisveinarnir fundið Jesú þrýsta
sér svo fast að hjarta, og nú brauzt játningin fram af vörum
Péturs úr djúpi sálar hans: Þú ert Kristur. Svo dýrlega há-
tíðisstund höfðu þeir ekki lifað áður. Fegurðin tók að fyllast
nýju lífi og hefjast í æðra veldi, unz þeir sáu guðsríki komið
með krafti og Hermonfjall loga alt í dýrð þess.
Þessi helga stund hjá Sesareu Filippí var í nánasta sam-
bandi við það, sem á undan var liðið og leiddi beint af því.
Frá því er Jesús kallaði þá Símon bræður og fleiri lærisveina
frá netjunum á Gennesaret til fylgdar við sig, höfðu þeir