Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 126
118
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
kvæmt trú þjóðarinnar að koma aftur á undan Messíasi og
boða nálægð guðsríkis. Og það hlutverk var einnig ætlað
einum hinna miklu spámanna. Þannig bera svörin að vissu
leyti að sama brunni. Jesús er spámaður, sem boðar, að guðs-
ríki sé í nánd. En það er ókomið enn. Messías er hann ekki.
»En þér«, segir Jesús. Nú verður spurningin persónuleg
spurning: »Hvern segið þér mig vera?«
Oft höfðu þeir áður talað saman um það, lærisveinarnir, en
aldrei við ]esú fyr. Nú var sú stund komin. Minningarnar um
hann gagntóku þá, reynslan, sem þeir höfðu fengið um það, hver
hann var. Af insta grunni hjartnanna rís játningin eins og
fagnaðarlofsöngur, sem Pétur býr aðeins þessum fáu orðum:
■Þú ert Kristur.
Sú játning var Ijós: Þú ert sá, sem Guð sendir, konung-
urinn, er hann smyr heilögum anda sínum, sonur hans. Þú
kemur með guðsríkið til okkar. Þú ert sá, sem spámennirnir
hafa spáð um. Fósturjörð, hér lítur þú soninn, sem á þig að
krýna. Hún var ófullkomin að vísu, jarðneskar farsældarvonir
við hana tengdar, en hún var reynslujátning engu að síður,
einlæg og sönn.
Tvent sannar það bezt og gildi hennar.
Það dylst ekki, hvernig Jesús leit á hana. Hann komst
djúpt við og gladdist. — Tímamót voru runnin upp í æfi
hans. Starf hans í Galíleuhálendinu þar suður frá lá að baki.
Fjöllin huldu fólkið, sem hafði þyrpst að honum áður. Hann
var horfinn frá því sökum vantrúar þess. Hann hafði breytt
um kenningaraðferð, tekið að segja dæmisögur og Iíkingar
um guðsríkið og kallað af þungum eldmóði: »Hver sem eyru
hefir að heyra, hann heyri«. En það kom fyrir ekki. »Sjáandi
sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir hvorki né skilja«. —■
Svo er ekki um litla lærisveinahópinn hans. Hann á flokk
ástvina, sem veit það og skilur, að guðsríkið kemur með
honum. Sjálfs hans bíður dauðinn innan skamms, síðasta
ferðin til Jerúsalem er fram undan, en þeir munu halda starfi
hans áfram. Játning þeirra — reynslujátningin — er trygging
fyrir því. Hún er grundvöllurinn, sem hann getur bygt á og