Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 127
Prestafélagsritið.
Hvern segið þér mig vera?
119
byggir. Traust hans og von hvílir á þeim. Hann opinberar
þeim þegar á eftir dýpsta leyndardóminn í lífi sínu. Hann
leiðir þá af óviðjafnanlegum kærleika hærra og hærra —
sýnir þeim, að Kristsleiðin er fórnarleið, krossinn hásætið,
þyrnisveigurinn kórónan, — unz komið er fjalls á tindinn bjarta,
þar sem hann ummyndast að þeim ásjáandi. Síðan gengur
hann á undan þeim krossferilinn til Jerúsalem og Golgata
og deyr inn í upprisuljómann. Gjöf anda hans var blessunin,
sem hann lagði yfir játningu þeirra Péturs.
Svo fylgdi henni játning í verki, veik að sönnu um sinn,
svo að þeir hneyksluðust á þeim Kristi, sem var handtekinn
eins og sakamaður, flýðu frá honum og Pétur afneitaði þrisvar.
— En rétt á eftir fór þó máttug og dýrleg játning lífernis-
ins, trygg lærisveinsþjónusta alla æfi upp frá því fram í dauð-
ann, er líf þeirra brann í fórnareldi fyrir Krist og guðsríkið.
Þetta er okkur öllum hin mesta nauðsyn að skoða og skilja.
Aðstaða okkar til svars við spurningunni miklu er raunar
að vissu leyti orðin önnur en Iærisveinanna. Þeir höfðu sam-
vistirnar við Jesú dag frá degi, sívaxandi auðlegð sýnilega og
áþreifanlega, fengu að horfa á ásjónu hans, sem skýrast allra
hefir borið svip föðurins á himnum og kærleiki hans leiftrað
bjartast úr augum, og greyptu þá mynd í sál fastar og fastar.
Við höfum sögu kristninnar fram á okkar daga runna frá lífi
hans og dauða og upprisu, endurskin hans og áhrif í hjört-
um þeirra, er hann hefir orðið foringi og fyrirmynd, sjálfstætt
trúarlíf þeirra með Guði vakið af honum. En í því, sem
mestu varðar, er þó aðstaðan hin sama.
Hvern segja menn mig vera?
Því getum við þegar svarað, og svörin hljóða hér enn á
fleiri vegu en einn. Sumir telja Jesú einn af alheimsmeistur-
unum, sem hverfi hingað á jörð úr hærri bústöðum sínum
aftur og aftur á alda fresti til þess að lyfta mannkyninu á
hærra og hærra þroskastig. Aðrir álíta hann sannan mann,
kominn af mannlegum foreldrum, en anda hans af Guði í
miklu fullkomnara mæli en hjá öllum öðrum. Hann sé ímynd
veru Guðs og geisli dýrðar hans, Guðssonur, »Guðs föður