Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 128
120
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
veru fegurst mynd frjáls lifði og dó af allri synd«. Enn taka
aðrir undir það af hjarta, en telja hina þó ekki viðurkenna
Krist. Hann hafi einnig verið af Guði sem föður að líkam-
anum og hafi því tvennskonar eðli, guðlegt og mannlegt. í
þessum sérstaka skilningi hafi hann einnig verið Guðssonur.
Það er eðlilegt, að um það sé hugsað, hvern mennirnir
segja ]esú vera, og að við tökum ákveðna afstöðu til þess.
Barátta um það af hreinni góðvild og sannleiksþrá getur
einnig leitt til bjartara skilningsljóss og orðið til blessunar.
»Lofið öndunum að reyna með sér«, sagði Lúther, »sá, sem
berst vel, mun sigursveig hljóta«. Þó mun ýmsum prestum
fara svo, að því er snertir ágreiningsmálin milli nýrrar guð-
fræði svonefndrar og gamallar, að þeir tali örsjaldan um þau
af stól við söfnuði sína, ekki af því að þeir forðist slíkt,
heldur af þeirri einföldu ástæðu, að þá langi svo miklu oftar
til þess að tala um annað, er þeim finnist liggja í raun og
veru innra og dýpra. Og raun er að því, þegar bræður berj-
ast um þau af kulda, skilningsleysi og dómgirnd og þeim
kröftum er tvístrað, sem samstiltir eiga að vera. Það er ósam-
boðið málefninu og sjálfum þeim. Eg hygg, að þær játningar,
er í því felast, hafi sízt meira gildi fyrir Jesú en svör fólks-
ins, er sumir kölluðu hann Jóhannes skírara, aðrir Elía eða
einn af spámönnunum. Þess er ekki getið, að hann hafi
haft nein orð um þau, og er það auðskilið. Hann fann þar
ekki hjartslátt þeirrar trúar á guðsríki, sem hann þráði.
Það er til önnur miklu ágætari leið en deiluleiðin um trú-
arlærdóma og játningar, og hún er sú að leita þess, sem
sameiginlegt er, því að mannshjartað er jafnan hið sama og
]esús hinn sami. Mætti þá svo fara, að svarið yrði í dýpst-
um skilningi aðeins eitt og allur ágreiningur leystist eða mild-
aðist í ljósi þess. Spurning Jesú: »Hvern segja menn mig
vera?« var einungis undanfari miklu persónulegu spurningar-
innar, sem allir verða að svara fyr eða síðar augliti til auglitis
við haim. Og undir svarinu er heill þeirra komin þessa heims
og annars.
»En þér«, spurði hann, »hvern segið þér mig vera?«