Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 131
Prestafélagsritið.
Hvern segið þér mig vera?
123
verið fullkomin ímynd kærleikans — Jesús. Dýrð mannssál-
arinnar, ummyndaðrar af ljóma Guðs, hefir blasað við eymd
okkar. Við höfum andvarpað til Jesú: Herra, hjálpa þú, ég
ferst. Og öldurótið hefir lægt fyrir máttarorði hans: Eg er
ekki kominn til þess að kalla réttláta, heldur syndara. Eg er
kominn til þess að leita að hinu týnda og frelsa það. Með
höfuðið við brjóst honum höfum við hlýtt á fagnaðarerindi
hans og fundið, að dýrlegast er það af öllu, hversu hann
boðar fyrirgefningu Guðs á syndum mannanna. Sál okkar hef-
ir kropið við krossinn hans. Frá Jesú, Iífi hans og dauða og
upprisu, hefir streymt fyrirgefandi náð og það, sem mest er,
skapandi kraftur jafnframt. Guðdómsgeislar vekja guðsbarnið
í mönnunum, lyfta því hærra og hærra upp úr spillingunni,
til föður síns, upp í sólskin kærleika hans og lífsloft anda hans.
Þannig gaf Jesús mönnunum mátt til þess að verða Guðs
börn. Það er æðsta og mesta kraftaverk kærleikans, leyndar-
dómurinn heilagi, sem enginn skilur, en allir hljóta þó að
beygja kné sín fyrir að lokum í tilbeiðslu og fögnuði. Jesús
er okkur frelsari frá dauða í synd til lífs með Guði.
Svo er reynsla okkar, sum eru komin lengra, önnur skemra,
en öll eiga mikilla velgjörða að minnast. Ef til vill vita ein-
hver okkar ekki enn, að þau lifi i neinu lærisveinssamfélagi
við Jesú, en mér er sem ég heyri berast til þeirra hvers um
sig ástúðlega spurningu hans: Svo lengi hefi ég með yður
verið, og þú þekkir mig ekki?
Hvern segið þér mig vera ?
Við getum svarað fagnandi: Þú hinn heilagi og kærleiks-
ríki. Þú sem við höfum reynt þetta alt hjá. Þú birtir okkur
Guð. Þú kemur með guðsríkið hið innra og hið ytra, þú ert
Kristur.
Það er reynslujátning okkar, veik og ófullkomin, en sönn.
Hún á að vera grundvöllurinn undir starfi okkar fyrir guðs-
ríki. Við boðum það með fulltingi anda Krists, ef einnig fylg-
ir játning lífernisins. Það er einfalt mál, einfaldara miklu, en
oft hefir verið kent. »Fylg þú mér«, segir hann við þá, sem
eru við netin sín, og þeir koma, eða: »far þú og boða guðs-