Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 132
124
Á. G.: Hvern segið þér mig vera? Presuféiagsntið.
ríki«. Það er erfitt að vísu og kostar oft þunga baráttu, en
það er eins blátt áfram og liggur jafn beint við og fyrir týnda
soninn að yfirgefa draf svínanna og leita heim í föðurfaðm-
inn. Þessi krafa Jesú til lærisveina sinna nær ekki til prest-
anna einna — þeir mega ekki standa einir uppi — heldur
til allra undantekningarlaust. Kirkjan þarf að vera lifandi sam-
félag slíkra manna. Og hún verður eins og sá, sem þessi
messudagur er við kendur1). að kostgæfa meir að gera alt
sem bezt en segja sem flest. Presturinn á stéttunum eða í
stólnum verður að eignast að samverkamönnum bóndann við
búskap sinn, húsfreyjuna við heimilisstörfin, fiskimanninn í
bátnum og verkafólkið við vinnu sína, sem vill láta hvert
handtak verða svar við spurningunni miklu og votta trú sína
á Krist með því að gera alt sem bezt. Sem Guðs son forð-
um gekk um kring, þarf kirkjan að verða líknandi og þjón-
andi vald og taka að sér lítilmagnann, hjálpa bágstöddum,
vitja fanga, varna því, að nokkurt mannsefni glatist, láta ekk-
ert mannlegt vera sér óviðkomandi, skifta brauðinu, eins og
kærleikurinn skiftir, hreinsa stjórnmálin, gagnsýra þjóðlífið,
vernda þjóðarsálina, hafa forustu í öllu því, er hún hyggur
að Guðs vilja, reyna að leiða hvern mann fyrir auglit Jesú í
von um það, að hann geti af hjarta tekið undir játninguna:
Þú ert Kristur.
Þá mun kirkjan auðgast sífelt meir og meir að anda hans.
Þá mun sami Ijóminn breiðast yfir fagra landið okkar, sem
lærisveinarnir sáu yfir héruðunum hjá Sesareu, hinum tignar-
legu og glæstu. Þá verður hver minning björt og hvert fram-
tíðarstarf. Þá verður þetta land það, sem Guð ætlaði því, er
hann lét fjöllin rísa af hafi til að benda börnum þess í him-
ininn.
Það verður guðsríki.
1) Þorlákur helgi.