Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 133
Prestafélagsritið.
SÉRA JÓN ÞORSTEINSSON
PÍSLARVOTTUR.
Veginn af Tyrkjum 17. júlí 1627.
Eftir Magnús Jónsson dócent.
Þrjár aldir eru nú liðnar síðan sá hroða-atburður gerðist,
að Tyrkir tóku Vestmannaeyjar, drápu sumt fólk en rændu
flestu, brendu hús og rupluðu öllu fémætu. Þá voru tveir
prestar í Vestmannaeyjum, báðir merkir menn, séra Jón Þor-
steinsson, eitt þektasta sálmaskáld landsins, og séra Ólafur Eg-
ilsson, bróðir annálaritarans nafnkunna, séra Jóns í Hrepp-
hólum. Tóku Tyrkir séra Ólaf og höfðu með sér suður til
Afríku, en séra Jón var veginn af þeim, og hefir hann síðan
verið kallaður séra Jón píslarvottur, og mun hann vera eini
Islendingur, sem það auknefni hefir borið.
Séra Jón er fæddur í Höfn í Melasveit og voru foreldrar
hans Þorsteinn Sighvatsson, góður bóndi og lögréttumaður,
og kona hans, Ásta Eiríksdóttir. Ekki vita menn með vissu
um fæðingarár hans, en þó er haldið að hann sé fæddur um
1570.
Um æfi hans vita menn fátt eitt og var hann þó alkunnur,
bæði fyrir ræðusnild, gáfur og einkum skáldskap. Var hann
prestur á Húsafelli og þá á Torfastöðum, en loks varð hann
prestur í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum um 1607. Var hann svo
prestur þar til dauðadags, í tuttugu ár.
Af séra Jóni er margt ágætra manna komið. Sonur hans
emn var séra Jón Jónsson á Melum í Melasveit, sem var einn