Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 136
128
Magnús Jónsson:
PrestafélagsritiB.
Sæll er sá mann, sem óttast Guð
af instum hjartans grunni,
heiðrar og rækir herrans boð
í huga, önd og sinni;
afkvæmi hans, þess mæta manns,
mun náð og blessun hljóta,
sæmd, æru, auð, og daglegt brauð
arfa hans mun ei þrjóta.
Réttferðugum upp rennur sól,
þó reiki þeir í skugga;
sá réttlátasti skal þeim skjól,
af skærri miskunn hugga;
sæll er sá mann, sem miskunn ann,
mjög gjarn er á að lána;
útréttir sín svo erindin,
engan vill neinu ræna.
Guð drottinn aldrei gleymir þeim,
í gæðum mun hánn Iifa,
nær einhver plága yfir kom
óhræddur skal hann blífa;
hans hjarta er, örugt og sér,
að óvinirnir falla,
er efalaust, og trúartraust
til Guðs um æfi alla.
Hann skiftir út af örleik mest
og þeim fátæku gefur,
fær því aldrei blessunarbrest
bezta réttlætið hefur;
hann eflist mjög á allan veg
illum þó lfki miður,
því áform hans, þess illa manns
alt saman gropnar niður.
Loks má nefna hér 137. sálminn, því að margir kannast
við upphaf hans, eins og séra Jón hefir orðað það:
í Babýlon við vötnin ströng
vér sátum fullir sorgar;
oss var hver stundin leið og löng,
langaði til Síonsborgar.
Hljóðfæri vor vér hengdum þar,
hryggir í víðireikurnar
því oss tók að forlengja.
En þeir innbyggjarar í þeim stað,
sem oss höfðu herleitt þangað,
sögðu vér skyldum syngja.
O. s. frv. 4 vers.
Þegar Davíðssálmar þessir voru fyrst prentaðir (á Hólum
1662), rituðu þeir formála, séra Jón á Melum, sonur höfund-
arins, og séra Þorkell Arngrímsson, sem kvæntur var sonar-
dóttur hans (faðir Jóns biskups Vídalíns). Getur séra Jón þess
í sínum formála, að skáldið hafi reynt að þræða orðalag sálm-
anna sem allra nákvæmast og það jafnvel þótt rímið skemd-
ist við það. Hefir þetta auðvitað haft töluverð áhrif.
Af öðrum skáldskap séra Jóns skal hér tilfært eitt kvæði.
Orti séra Jón það, er annarhvor sona hans fór utan til há-
skólanáms, og hefir dr. Páll E. Olason, sem er manna fróð-
astur um þessa hluti alla, talið það bezt alls kveðskapar séra
Jóns. Þar sem kvæði þetta eða sálmur hefir aldrei verið