Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 137
Prestatéiagsritið. Séra ]ón Þorsteinsson píslarvottur.
129
prentað áður, er það birt hér í heilu lagi, eftir handritinu
Lbs. 847, 4to.:
Einn sálmur séra Jóns Þorsteinssonar um sigling
hans sonar.
Að iðka gott með æru
æðstum kongi himnum á
burtför skal barni kæru
búin vera sínum frá
sé þér fritt svo vel megir
sorgin mitt bjartað beygir
blessist þitt áform alt og vegir.
Og haf þér elsku niðji
aðskiljanleg dýrleg þing
sterkan sprotann svo styðji
stálspegil og gullhring
fæ eg þér það 5 hendur
þú frá mér burt ert sendur
hvar sem fer haf þó sért ókendur.
Við náðarheit hins hæsta
hvern dag styð þú Iíf og sál
velgengnin veitist glæsta
vegferðin þó sýnist hál
frábær dýrð, frægð og verja
fjandan lýr, sem á herjar,
tryggur býr þú við hættu hverja.
Þér fyrir sjónir settu
sérhvern daginn Ouðs lögmál
glögglega þar að gættu
Guði að þjóna í lífi og sál;
hlýðnin er offrið mesta
ást á þér Guð mun festa
ef þú fer braut lögmálsins bezta.
Hafðu og hringinn góða
hendi tak hann aldrei af,
sem er hjálpræðið þjóða
þér og mér til eignar gaf;
■ástar rót herrans hreina
hún er bót allra meina
þeirra njót, þú munt gæðin reyna.
í Danmörk út er sendur
orðið Guðs að læra vel
hæstum Guði á hendur
hjarta barnið eg þig fel,
sjálfur á sjó og landi
sé þér hjá forði grandi
til og frá í friðnum þig leiðandi.
Burt frá foreldrum sínum
fór Jakob, útlendur var,
en drottinn hélt með honum
hann gerði auðugan þar,
Jakob hét honum að þjóna
hjartað Iét á hann vóna
eg þér set, svoddan reglu eina.
Hann hrepti Iukku langa
landi annarlegu á
Guð’ láti þér svo ganga
geymi hann þín til og frá.
Gáðu hans, hann þín gæti
himnaranns þenk á mæti
föðurlands friðar eignist sæti.
Eins og Guðs engill leiddi
yngra Tobíam fram og til
gjörvallan veg hans greiddi
gekk honum þá alt í vil
unni hann þér þess hins sama
þú sækir þér góðan frama
hvar sem fer hann virðist þig geyma.
Með ísraels almúga
út í sjóinn gaf hann sig
9