Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 140
132
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
Þá jörðin skalf og svört varð sól,
sem enginn kann að þræta,
hvorttveggja sinn á helgum stól
hrópað var, skyldum bæta
athæfi vort og iðrast snart,
ellegar kæmi straffið hart;
ei vildum að því gæta.
Og svo dundi refsingin yfir, og er ránsferðinni lýst. En
svo kemur merkilegur spádómur:
Heyrið nú frómir hvað eg verð
hrópa út og fram segja:
Hér er nú stærri hefnd á ferð,
í hverri menn munu deyja
ef vér gerum ei yfirbót
afleggjum skammarverkin ljót.
Þar yfir má ei þegja.
Það hefir margt verið kallað spádómur, sem miður hefir
ræzt en þessi orð séra Jóns rættust 13 árum síðar.
Hér verður ekki rakin saga Tyrkjaránsins. Svo sem kunn-
ugt er rændu þeir hér árið 1627 á þrem stöðum, á Aust-
fjörðum, í Grindavík og Vestmannaeyjum. Allra hroðalegastar
voru aðfarirnar í Vestmannaeyjum bæði í brennu, ránum og
manndrápum. Voru það Austfjarðaskipin, sem þangað komu.
Tóku enska duggu á leiðinni og létu þá vísa sér leið. Segja
sumir að íslenzkur strákur, Þorsteinn að nafni, hafi verið
meðal þeirra, sem leiðina vísuðu, en eitthvað virðist varhuga-
vert við þá frásögn, eins og síðar mun að vikið.
Tyrkir gengu á land í 3 flokkum og smöluðu fólkinu að
verzlunarhúsunum dönsku. Drápu þeir og margt, skutu og
stungu til bana eða hentu Iasburða fólki á eld. Tóku þeir
prestinn í Ofanleiti og konu hans og barn.
Um æfilok séra Jóns Þorsteinssonar er það að segja, að
hann hafði forðað sér með nokkru af fólki í sjávarurð eina
eða hellisskúta nálægt Kirkjubæ. Hefði hann líklega leynst
þar alveg, ef ekki hefði maður einn úr hópnum verið að for-
vitnast uppi á brúninni, og dró með því athygli Tyrkja að