Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 142
134
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
finningunni, að nokkurskonar helgisögublær sé farinn að fær-
ast yfir frásögnina, þó að hún sé sjálfsagt rétt í öllum aðal-
atriðum nema þessu um Þorstein.
Nærri má geta að fregnirnar um þennan voðalega viðburð
hafa komið mjög við alla hérlenda menn, er um hann frétt-
ist. En þó mun mönnum hafa þótt út yfir taka um afdrif séra
Jóns, bæði af því að hann var aflífaður með svo hroðalegum
hætti og af því að hann var í þektustu klerka röð og þótti eitt
bezta sálmaskáld landsins. Má búast við því, að kveðskapur
hans hafi náð enn meiri tökum á mönnum eftir en áður.
Hann varð nokkurskonar heilagur maður, og ekki hefir það
dregið úr, er menn fundu, að hann hafði einnig verið gædd-
ur spámannlegri andagift og sagt þessa atburði fyrir.
Einkennilegt atvik er það, að skömmu fyrir þann tíma, er
300 ár voru liðin frá þessum atburðum, fanst legsteinn séra
Jóns. Var hann löngu týndur og horfinn. En 20. maí 1924
var 'oóndinn í Kirkjubæ að pæla matjurtagarð og kom þá
niður á stóran stein. Hafði hann áður orðið var við steininn,
en ekki athugað hann frekar, því að talsvert djúpt lag af
mold var ofan á honum. En þetta moldarlag var að smá
þynnast, og nú í þetta sinn var steinninn athugaður og tekinn
upp. Sást þá að hér var legsteinn. Var hann brotinn í sund-
ur nálægt miðju og af öðrum enda. Auk þess var hann tals-
vert skemdur af skóflum, því að hann er úr móbergi.
Hefir Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skrifað greini-
lega um legstein þennan í Árbók Fornleifafélagsins 1925—
’26, bls. 71—80.
Það sem hægt er að lesa af áletrunum er þetta:
16 • S • ION • ÞO 27
ZSTE Sö
OCCISVS : 17. IVLII
eða: séra Jón Þorsteinsson
veginn 17. júlí 1627