Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 144
Pi'estafélagsrilið*
GANDHI.')
Eftir prófast Kjartan Helgason.
Þab er oftast erfitt að fá fregnir af því, sem vitrustu og
beztu menn heimsins eru að hugsa og gera. Hitt er auð-
veldara, að fá að heyra um slysfarir, glæpi, fjandskap og
styrjaldir. Um það flytja öll blöð fregnir. Ég er þakklátur
fyrir hvern mola af fróðleik, sem ég get hramsað, um góðu
verkin, sem verið er að vinna einhversstaðar í veröldinni.
Og svo hygg ég sé um flest af ykkur. Og þessvegna ætla
ég nú að færa ykkur einn þess konar fróðleiks-mola — um
mann, sem ég held að sé einhver merkasti maðurinn sem nú
er uppi. Þó hefir verið svo hljótt um þann mann, að ég býst
við, að mörg af ykkur muni ekki eftir að hafa heyrt hans
getið. I nokkra áratugi hefir hann þó unnið merkilegt starf,
sem heimurinn hefir horft á með undrun. En af því að hann
hefir verið flestum Norðurálfumönnum hrein og bein ráðgáta,
þá hefir furðu-lítið verið um hann ritað fram að síðustu árum.
Hann heitir fullu nafni Mohandas Karamchand Gandhi, og
á heima á Indlandi. Hann er fæddur árið 1869, af göfugri
ætt. Faðir hans og afi voru auðugir menn og höfðu báðir
æðstu völd í sínum landshluta um stundarsakir, en voru báðir
settir af fyrir þjóðrækni sína og sjálfstæðishug. Móðir hans
1) Fyrir nokkrum árum viöaði ég að mér þeim upplýsingum, sem ég gat
náð í, um Gandhi, og sagði síðan sveitungum mínum ágrip af sögu hans.
Ritstjóri Prestafélagsritsins hafði spurnir af því, og eftir beiðni hans læt
ég nú tímaritið fá söguna eins og ég sagði hana, þóft ekki væri hún til
þess ætluð að koma fyrir sjónir almenningi. — Helzta heimild mín er
bókin Mahatma Gandhi eftir Romain Rolland.