Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 145
Prestafélagsrifið.
Gandhi.
137
var og ágæt kona, frábærlega guðrækin, vakin og sofin í að
hjálpa fátæklingum og sjúklingum. í sínu héraði var hún talin
helgur maður og tignuð sem dýrðlingur.
Gandhi var bráðþroska og snemma settur til menta. En
það harmaði hann síðar, hve óþjóðlegir skólarnir voru; alt
var með ensku sniði. Honum sárnaði, að hafa ekki fengið
að læra í æsku hin þjóðlegu fræði Hindúa og forn-tungu
feðra sinna. Þegar hann var 19 ára hafði hann lokið háskóla-
námi þar eystra, fór þá til Englands og las lögfræði við
Lundúna-háskóla. Þegar þangað kom, ætlaði hann fyrst að
leggja lag sitt við enska höfðingja-sonu, sem þar voru að námi,
og reyndi að semja sig að siðum þeirra. En ekki féll honum
það betur en svo, að hann gafst upp við það eftir fáa mán-
uði, og tók í sig að halda áfram að lifa sama Iífi sem hann
hafði áður vanizt, við sparneytni og stranga reglusemi. Hann
stundaði nám sitt af kappi, lauk því á 3 árum, og flýtti sér
að komast heim aftur.
Mörgu kyntist hann auðvitað í þessari Englandsför sinni,
sem hann hafði ekki áður þekt nema af afspurn. Hann
kyntist kristindómi og lifnaðarháttum Norðurálfu-þjóðanna.
Reyndar kyntist hann ekki þá kristninni af öðru en því
að sjá, hvernig kristna fólkið lifði. Og honum leizt ekki á
blikuna.
Á skólaárum sínum heima á Indlandi hafði hann átt í trúar-
baráttu við sjálfan sig, og um eitt skeið jafnvel horfið frá trú
feðra sinna. En kynning hans af kristna fólkinu sneri honum
til fulls aftur. Hann hvarf heim frá Englandi með fullri sann-
færingu um yfirburði feðratrúar sinnar. En aðgætandi er, að
þá hafði hann ekki kynzt frumkristninni og Nýja-testamentinu
nema mjög lauslega, og dæmdi kristindóminn ekki eftir öðru
en því, hvernig hann var boðaður í kirkjunum á Englandi,
og hvernig eftir þeim boðskap var lifað í Lundúnaborg.
Gandhi kom heim, nýbakaður lögfræðingur, settist að í
stórborginni Bombay á Vestur-Indlandi og gerðist málaflutn-
ingsmaður, eins og títt er um unga lögfræðinga. En brátt
rak hann sig á það, að sú atvinna var honum ekki að skapi,