Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 149
Prestafélagsritið.
Gandhi.
141
Hann fræddi þá og taldi um fyrir þeim í ræðum og ritum.
Hann fær þá til að mynda allsherjarþing, þar sem þeir komu
saman til að ræða mál sín og bindast samtökum. Og það
sem hann umfram alt brýnir fyrir þeim að vera samtaka um,
er þetta: að taka öllu með hógværð og þolgæði, gjalda aldrei
ilt með illu og gera engum manni rangt til. Þetta voru vopn-
in, sem hann hugðist að beita og hafði von um að vinna sig-
ur með. Það hefir tæplega verið reynt fyr, að heil þjóð, eða
þjóðarbrot, verji sig með þeim vopnum og engu öðru. Það
hefir ekki verið reynt í stórum stíl svo ég viti síðan á fyrstu
öldum kristninnar, þegar hún var ofsótt og átti að útrýma
henni. Þá reyndist þessi aðferð sigursæl. Sama vildi Gandhi
fá landa sína til að reyna. Það er því auðskilið, að sú var
honum þyngst þrautin — ekki að sigra mótstöðumennina,
heldur vini sina og samherja, kenna þeim að hugsa eins og
hann og aðhyllast aðferð hans.
Fyrstu árin, sem Gandhi var í Afríku, hafði hann ágæta
atvinnu við málsfærslu, vann sér inn yfir 100,000 krónur á
ári, og átti kost á að halda því áfram. En þegar fram í sótti,
afsalaði hann sér þeirri atvinnu. Hann leit svo á, að hann
yrði að lifa við sömu kjör sem aðrir landar hans þar í út-
legðinni, ef hann ætti að geta orðið þeim að því liði sem
hann vildi og þeim til fyrirmyndar um alt.
Enn fann Gandhi eitt ráð, til þess að geta sem bezt beitt
áhrifum sínum og náð tökum á vinnulýðnum. Hann fékk þá
til að gera verkfall, leggja niður vinnu í borgunum og flytja
sig burt þaðan. Hann útvegaði þeim óbygt land og þangað
streymdu þeir út úr borgunum og tóku að rækta landið. Þar
lifðu þeir eins og bræður. Enginn mátti hugsa um að auðg-
ast, heldur vinna að því, að allir gætu bjargast. Því urðu
þeir að lofa hátíðlega.
En ekki minkaði óvildin gegn þeim við þetta. Það kom ein-
mitt þá í ljós, að landið mátti illa missa þá. Þegar það misti
vinnuafl þeirra, fór iðnaðurinn út um þúfur eg margar verk-
smiðjur lögðust niður. Hvað eftir annað var Gandhi og helztu
fylgismenn hans settir í fangelsi. Þeir voru sakaðir um óspekt-