Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 150
142
Kjartan Helgason:
Prestafélagsritiö.
ir, sagt, að þeir æstu til óeirða og »leiddu alþýðuna afvegac,
en altaf varð þó að láta þá lausa innan skamms aftur, því að
aldrei sannaðist, að þeir hefðu gert neitt rangt eða brotið
landslög í nokkru minsta atriði.
Meðan þessu fór fram, gerðust þau tíðindi í Aíríku, að
Búastríðið skall á. Þessi sama þjóð, sem var að kúga út-
lendingana í landi sínu, lendir í ófriði við England skömmu
fyrir aldamótin síðustu. Þar var harður aðgangur og langur.
Eftir miklar hörmungar biðu Búar ósigur. Meðan á ófriðnum
stóð var Gandhi ekki aðgerðalaus. Þá fékk hann landa sína
til þess að hætta verkfallinu, sem þeir áður höfðu hafið. Nú,
þegar Búar voru í nauðum staddir, vildi hann ekki synja
þeim liðsinnis. Hindúar streymdu aftur inn í borgirnar, og
buðust til að vinna hvað sem þyrfti. Og þá þurfti margs með,
og margur átti bágt. Hindúar hjálpuðu af öllum mætti. Og
þeir gerðu út fjölmennan her. Með það lið hélt Gandhi sjálf-
ur á vígstöðvarnar — ekki til þess að berjast, því að á því
höfðu þeir andstygð. En þegar skothríðarnar dundu, voru þeir
í eldinum, eins og hermennirnir, en eingöngu til þess að hirða
þá sem særðust og limlestust, flytja þá burt og hjúkra þeim.
Þar gengu þeir fram eins og hetjur, og gátu sér mikinn
orðstír.
Ofsókninni á móti þeim sló auðvitað í dúnalogn meðan svo
stóð. En þegar ófriðinum var lokið, sótti ótrúlega fljótt í
sama horfið aftur. — Gandhi hafði fengið mikið þakklæti, op-
inbera viðurkenningu og ýms heiðursmerki fyrir frammistöð-
una í ófriðnum. En rétt á eftir var honum varpað
í örgustu dýflissu innan um óbótamenn — því að hann
lét yfirvöldin aldrei í náðum, lét aldrei af að halda fram rétti
Hindúa og mótmæla hverjum rangindum sem þeir voru beittir.
Það var oftar en í Búastríðinu mikla, að Gandhi fékk tæki-
færi til að sýna, hver mannúðarmaður hann var og hve góð-
viljaður þeim, sem hann átti í höggi við.
í annað sinn gaus upp blóðug styrjöld í Búa-löndum. Þá
voru það svertingjar, sem gerðu uppreisn. Og Gandhi var