Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 153
Prestafélagsritið.
Gandhi.
145
Baráttan var háð með vopnum andans. Sigurinn var unninn
með því að sannfæra mótstöðumennina. Hatrið var sigrað
með mildi og mannúð; ofsóknirnar stöðvaðar með því að
hreyfa aldrei hönd né fót til varnar, heldur þola allar mis-
þyrmingar mótþróalaust.
Að vísu var sigurinn dýrkeyptur með þessu móti og sein-
unninn. En hann var líka miklu rækilegri en hann hefði orðið
með nokkru öðru móti. Hugsum okkur að Hindúar í Afríku
hefðu náð rétti sínum með venjulegri bardaga-aðferð, að þeir
hefðu haft bolmagn við andstæðingum sínum og getað kúgað
þá, eða hrætt þá, eða á einhvern hátt neytt þá til að láta
undan. Það hefði ekki verið hálfur sigur. Þá hefðu hvorir-
tveggju haldið áfram að hatast, eftir sem áður, og hræðast
hvorir aðra, og aldrei verið óhultir um sig. Þá mundi stríðið
gjósa upp aftur hvenær sem annarhvor flokkurinn sæi sér
leik á borði. — En nú þurfti ekki það að óttast. Þegar
Gandhi loksins hélt heim til ættjarðar sinnar árið 1914, eftir að
hafa fengið sínu framgengt, þá gat hann verið alveg öruggur
um eftirköstin. Hann þurfti ekki að óttast neinn afturkipp,
því að þau réttindi, sem hann hafði útvegað ættbræðrum
sínum, voru loksins veitt af frjálsum vilja. Það var orðið lýð-
um ljóst, að þau málalok væru öllum fyrir beztu.
Saga Gandhis er nú ekki á enda, þó að hann kæmi heim
aftur úr sinni frægu Afríkuför. Það er ekki nema inngangur-
inn að æfisögu hans, sem nú hefir verið sagt ágrip af. Gandhi
er þá orðinn 45 ára að aldri. Hann kom heim blásnauður af
öllu nema góðri samvizku og dýrmætri lífsreynslu. Hann var
orðinn þaulæfður foringi og alþýðuleiðtogi. Það kom honum í
góðar þarfir, því að hlutverkið, sem beið hans heima, var
enn stærra og vandasamara, en það sem hann áður hafði
leyst af hendi.
Á Vestur-Indlandi búa yfir 300 miljónir manna og lúta
allir yfirráðum Breta. Stundum hefir sjálfstæðisþráin gert þar
vart við sig og uppreist verið hafin móti hinu erlenda valdi.
10