Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 154
146
Kjartan Helgason:
Prestafélagsritiö-
En þær hreyfingar hafa verið bældar niður með hervaldi.
Smátt og smátt hefir þó Bretastjórn slakað til og látið Hind-
úa fá meiri og meiri hluttöku í stjórn landsins. Um síðustu
aldamót tóku sjálfstæðiskröfur Hindúa að gerast ákveðnari og
háværari en áður. En forustu hefir vantað og samheldni.
Heimastjórnarmenn voru misjafnlega heimtufrekir. Sumir vildu
láta nægja fult vald í öllum innanlandsmálum, en aðrir heimt-
uðu fult sjálfstæði og skilnað við Breta, vildu jafnvel vísa
þeim úr landi og öllum Evrópuþjóðum.
Um sjálfstæðiskröfur Hindúa var orðið allmikið þóf um
það leyti sem heimsstyrjöldin hófst 1914, þá bjuggust ýmsir
við því, að Hindúar mundu grípa tækifærið og slíta sambandi
við Bretland meðan það hafði í önnur horn að líta. En Bret-
ar eru lagnir. Nú reið þeim á að vingast við Hindúa. Þeir
létu því í veðri vaka, að þeir mundu veita Indlandi fullkomna
heimastjórn von bráðar, þegar þeir fengju ráðrúm til að sinna
þeim málum. Og nokkru síðar var þessu hátíðlega lofað,
gegn því, að Hindúar veittu Bretum lið í ófriðnum. Hindúar
fögnuðu þessum fagurmælum Breta, og lágu ekki á liði sínu.
Þeir trúðu því að Bretar færu í stríðið af nauðsyn mikilli,
þar ætti að berjast fyrir frelsi og jafnrétti allra þjóða, og
tryggja heiminum frið og réttlæti. Hindúar reyndust, eins og
fleiri, of auðtrúa á stóru orðin, sem töluð voru á stríðsár-
unum.
Óðar en ófriðnum lauk 1918, tóku Bretar að kippa að sér
hendinni á Indlandi. Og ekki nóg með það, að þeir létu ó-
efnd öll sín loforð um stjórnarbót, þeir tóku beinlínis aftur
ýmsar réttarbætur, sem áður voru í gildi. Hert var á öllum
aga og Iögreglu-eftirliti, ritfrelsi takmarkað, og Hindúum sýnd
tortryggni á ýmsan hátt, eins og við hættulega fjandmenn
væri að eiga. Hindúum sveið sáran, og þá hrylti við slíkum
ódrengskap og vanþákklæti, eftir alt sem þeir höfðu lagt í
sölurnar fyrir Breta á stríðsárunum, bæði ógrynni fjár og ó-
tal mannslíf. Byltingahugurinn magnaðist. Nú var engin leið
að kveða hann niður.
Gandhi var enginn byltingamaður. Síðan hann kom úr