Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 155
PresiafélagsritiD.
Gandhi.
147
Afríkuförinni, hafði hann lagt mestan hug á uppeldismál og að
bæta kjör sveitafólksins. Margt frægðarverk hafði hann unnið
á þeim sviðum. Hvar sem óeyrðir risu upp meðal bænda út
af óánægju þeirra með kjör sín, þar var hann boðinn og
búinn að stilla til friðar og tala þeirra máli, sem þjakaðir
voru. Hann elskaði friðinn og ekkert var honum fjær skapi
en uppreisn. — Sjálfstæðismál Indlands hafði hann látið af-
skiftalaust að mestu. Hann var vinur Englands. Hann undi
því vel að vera borgari í brezka ríkinu. Hann treysti því, að
Bretar mundu fara viturlega með völd sín á Indlandi, ef vel
væri að þeim farið; þeir mundu ekki beita Hindúa rangind-
um, né halda þeim í þeirri kreppu, að þeir næðu ekki að
þroskast eftir sínu hæfi.
Þegar heimastjórnarbaráttan hófst, var einn af vinum Gand-
his nærri sjálfkjörinn foringi í því máli. Hann hét Tilak. Hann
var afburðamaður í mörgum greinum, hálærður vísindamaður,
en einnig frábær að vitsmunum, þreki og ósérplægni. Þeir
Gandhi og hann virtu hvor annan mikils, en mjög greindi þá
á um það, hvernig berjast skyldi. En Indland bjó ekki lengi
að þessum ágæta forustumanni. Hann dó sumarið 1920, á
bezta aldri.
Þá leituðu heimastjórnarmenn til Gandhis um forustu. Þó
þótti sumum hann helzt til hægfara og varfærinn. En honum
einum treysti öll þjóðin. Gandhi var tregur í fyrstu að beit-
ast fyrir þessu máli; taldi það ekki sitt hlutverk. En það freist-
aði hans — og reið baggamuninn að lokum — að hann
trúði engum betur en sjálfum sér til þess að gæta hófs og
stillingar í baráttunni. Honum var það brennandi áhugamál
að landar hans vöruðust öll ofbeldisverk og alla rangsleitni.
Það taldi hann fyrsta skilyrði þess að þeim mætti vel farn-
ast. — Þannig atvikaðist það, að Gandhi verður forkólfur í
sjálfstæðisbaráttu Indlands og kallaður uppreisnarforingi. Und-
arlega lætur það í eyrum, að kalla hann því nafni. Friðar-
höfðingi væri hann rétt nefndur. Heima í föðurlandi sínu er
hann aldrei nefndur annað en Mahatma Gandhi. Orðið ma-
hatma þýðir: hinn mikli andi, eða hin stóra sál. Á tungu-