Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 157
Prestafélagsritið.
HVERNIG EIGUM VÉR AÐ BERJAST?
Grein þessi er úr Unga Indlandi, aðalmálgagni „uppreislarinnar", sem
kend er við Gandhi. Uppreist eða bylting er sú hreyfing kölluð, sem
Gandhi stýrði, og er þó fæplega réttnefni; svo friðsamleg er hún og
ólík öllu, sem venja er að nefna því nafni. En enska stjórnin lét þó
taka Gandhi höndum, og hann var dæmdur í margra ára fangelsi (1922).
Þegar sá dómur var birtur, kom þessi grein út í blaði hans, Unga Ind-
iandi. Hefir prófastur Kjartan Helgason þýtt hana lauslega á íslenzku
og er hún sett hér í ritið til að sýna hugarfar Gandhis manna. Þýðingin
er gerð eftir þýzkri þýðingu í tímaritinu Neue Wége 1922, 7. hefti.
Sá er tilgangur baráttu vorrar, að góðleikur o'g réttvísi fái
yfirhönd í allri stjórn landsins. Ekki mundi vestrænu þjóðun-
um til hugar koma að leita hjálpar forsjónarinnar í sams
konar baráttu og þeirri, sem við eigum nú í. Þær mundu
grípa til annara ráða og treysta á líkamlegt afl og ofbeldi.
En vor frumregla er samvinnuleysi (Non-cooperation), ekki
um það, sem gott er, heldur um það sem ilt er, eða m. ö.
o. að eiga engan þátt í því, sem rangt er. Og það er mark
vort og mið að reisa og styðja ríki hins góða eftir megni
með þeim ráðum og þeim öflum, sem eingöngu eru andlegs
eðlis.
Vér höfum alls enga ástæðu til að Iáta hugfallast eða bera
oss illa, nema ef svo færi, að vér spiltum málstað vorum með
ljótri bardaga-aðferð. »Óvinir vorir eru í sjálfum oss«; svo
hafa vorir menn sagt, og það er vel sagt. Vér verðum að
hafa sterkari gætur á sjálfum oss — að vér villumst ekki af
vegi sannleikans og réttlætisins —, heldur en á framferði and-
stæðinga vorra, þótt oss þyki hart við að búa. Ef þetta stríð
á að vera andlegt stríð, og ef nokkurt vit á að vera í því