Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 158
150
Hvernig eigum vér að berjast? Prestafélagsritið.
fyrir oss að telja oss sigurinn vísan, þá verðum vér eindregið
að byggja út hir.um gamla bardagahug: að láta hart mæta
hörðu. Þetta verður að vera oss alhugað. — Víst er um það,
að hörð er sú barátta, sem vér stöndum nú í, og margra
alda gömul. En flokkarnir, sem þar eigast við, eru þó í raun
og veru ekki fjandmenn, heldur vinir. Þeir hafa skipað sér
í tvær andstæðar fylkingar, af því að þeir halda fram ólíkum
skoðunum og jafnvel fjandsamlegum; og eru þær skoðanir
ýmist einlæg sannfæring, eða þær eru spiltar og eitraðar
af ofurmagni sjálfselskunnar: þjóðernisrembingi eða hagsmuna-
hvötum. Vér fyrir vort leyti stöndum á því fastara en fótun-
um, að vér erum einskis manns óvinir, þó að andstæðingar
vorir kalli oss fjandmenn, uppreistarmenn og þar fram eftir
götunum. Baráttan er oss trúarbragðastríð, til þess hafið, að
framgengt verði vilja Guðs um frið og réttlátt skipulag á lífi
voru og stjórnarfari. Að öðrum kosti hlytum vér að vera í
sífeldum fjandskap við andstæðinga vora, og þar með vikjum
vér frá Guði og risum beint upp á móti vilja hans. Ef svo
væri ástatt um oss, þá hefðum vér ekkert að stæra oss af;
þá væri alt með gamla laginu; gremjan, hatrið og hefnigirnin
sæti þá enn við stýrið, og Guð léti oss eina um að berjast
baráttu vorri til enda. En forsjón Guðs er enn við völd, og
vér viljum ganga svo fram í þeirri baráttu, sem vér nú heyj-
um, að vér fáum að reyna og finna, að Guð er með oss, að
hann er að hjálpa oss bæði til þess að bæta þann órétt, sem
áður hefir við gengist, og að fá þá til að játa yfirsjón sína,
sem óréttinn gerðu, og bæta ráð sitt. I sönnu trúarbragða-
stríði geta andstæðingar vorir aldrei verið óvinir vorir, hvað
svo sem þeir hugsa um oss. Þetta verðum vér fyrst og fremst
að viðurkenna og láta á sannast, ef vér eigum að geta verið
vissir um að hafa Guð í verki með oss. Guð er sannleikur
og kærleikur; það játa öll trúarbragðafélög. Hann sleppir
aldrei hendinni af neinu barni sínu. Og þá getum vér ekki
heldur átt neinn mann að óvini. Annars yrðum vér að kann-
ast við, að Guð ætti oss ekki alla. Það er þessi háleita hug-
sjón, sem hrundið hefir á stað samtökum vorum. Ef vér