Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 159
Presiaféiagsritið. Hvernig eigum vér að berjast?
151
hverfum frá henni, þá setjum vér Guð af, og förum að líta
svo á börnin hans og bræður vora, sem væru þeir svarnir
óvinir vorir, óðara en þeir koma eitthvað í bága við oss.
Eitt þurfum vér að læra, sem lifum á 20. öldinni, og það
er þetta: Styrjaldir milli jarðneskra valda geta aldrei horfið
úr sögunni, fyrr en vér hverfum frá þeirri megin-villu, að
andstæðir hagsmunir og ólíkar skoðanir megi til að valda
fjandskap manna á milli. Allur fjandskapur er ekki annað en
vitleysa, svo sannarlega sem Guð er yfir oss og faðir vor allra.
Sá sannleikur er undirstaða allrar einingar og alls lífs, bæði
þjóða og einstakra manna.
Oss er óhætt að fleygja allri menningu vorri í sorphauginn,
þangað til það er orðið oss heilagt alvörumál að vilja læra
þetta: að hagsmuna-samkepni, hve trylt sem er, og skoðana-
stríð, hve hamramt sem er, er þó aldrei annað en svartir
skýflókar, sem skyggja í bili á hina sönnu einingu og bróð-
erni mannanna, og sú eining verður aldrei með öllu hulin;
hún skín alt af öðru hverju í gegnum skýjarofin.
Vér eigum því enga óvini. Allir menn eru að eilífu sam-
oinaðir í föðurfaðmi Guðs. Þetta er frumatriði mannlífsins og
undirstaða þess. Trúarbragða-stríðið vort verður gagnslaust,
ef það leiðir ekki þennan sannleika skýrt í ljós. Til þess að
það takist, þurfum vér ekki á þeirri menningu að halda, sem
heimurinn nefnir nú svo; en til þess þurfum vér anda hinnar
sönrtu menningar, en hún er ekki í öðru fólgin en því, að
binda alla menn bróðernis-böndum.
Hvers vegna tekur Guð ekki í taumana, þegar vér eigum
í skærum, og skakkar leikinn, í stað þess að láta oss eina
berjast við örlögin í sífeldum vandræðum? Það kemur til af
því, að þessar skærur eru oftast einkamál vor, sem Guð
getur ekki átt neinn þátt í. En ef vér gætum orðið liðsmenn
Guðs og samverkamenn, þá mundi aftur renna upp krafta-
verka-öld, þá mundi Guð sýnilega láta til sín taka um dag-
legt líf vort, jafnvel um veraldleg málefni, hvort sem þau
snerta heilar þjóðir eða einstaka menn. En meðan hver er