Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 160
152
Hvernig eigum vér að berjast? Prestaféiagsriyo.
annars mótstöðumaður, og meira að segja fjandmaður, hvernig
gæti Guð þá hjálpað hverjum og einum?
Vér eigum nú í ófriði með þeim hætti, að vér afsegjum
að eiga þátt í því sem rangt er. Ef vér fylgjum því máli vel
og réttvíslega, og vinnum með Guði, þá gefur hann oss á-
reiðanlega sigur að Iokum. Og sá sigur verður mótstöðu-
mönnum vorum líka sigur, en enginn ósigur. Þeim er það
stór sigur, að hverfa frá sínum háttvirtu megin-reglum og
megin-villum, sem þeir nú eru að verja, og ekki síður hitt,
að venja' sig af nautnagræðgi sinni og maura-ást. Þegar það
vinst, þá er sigurinn ekki á eina hlið, heldur á allar hliðar.
En eina vonin um slíkan allsherjar sigur undir handleiðslu
Guðs er sú, að vér, sem þetta stríð höfum hafið, gleymum
því aldrei, að »óvinir« vorir eru ekki óvinir vorir, heldur
bræður, og að Guð á þá engu síður en oss. Þeir hafa það
skipulag að verja og það stjórnarfar, sem vér teljum argvítugt
og viljum feigt. En vér verðum að haga allri sókn vorri með
réttvísi, og berjast með hreinum hjörtum. Það er eini vegur-
nn og eina vonin.