Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 164
156
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið..
syn væri á henni sem mesfri og hversu haga shyldi. í framsöguerindi
lagöi Sigurður prófessor Sívertsen megin-áherzlu á það, að kirkjan ætfi
að vera lifandi félag allra, sem í henni væru, en ekki stofnun fáeinna
embættismanna, og réðu þau orð hans að all-miklu leyti stefnu um-
ræðanna.
Fundardagarnir í Vallanesi urðu öllum til gleði, því að bæði gekk
okkur vel að starfa saman og svo fengum við bezta tækifæri til að
kynnast nánar hverir öðrum, er flestir höfðu svefnskála saman, og varð
okkur skrafdrjúgt á kvöldin. Virtust allir einhuga í því að skilnaði, að
slíkir fundir yrðu að haldast áfram.
Fáum dögum síðar var ég beðinn að flytja erindi í SleÖbrjótsseli í
Jökulsárhlíð og fór þangað næsta sunnudag, 12. sept. Hlíðarmenn voru.
þá að reisa sér steinkirkju, og kom þar fram hjá þeim mikill dugnaður
og fórnfýsi. Vmsir óttuðust það, að kirkjan yrði þeim of dýr, en þá
tóku nokkrir bændur það að sér að koma henni upp að öllu leyti fyrir
ákveðna fjárupphæð, svo Iága, að sýnt var, að þeir myndu sjálfir þurfa
að leggja fram fé eða vinna ókeypis. Einn efndi til samkomu, varði
ágóðanum til harmoníum-kaupa handa kirkjunni, og ætlar að safna því
seinna, er það kostar meira. Kvenfélag safnaðarins ætlar að gefa altaris-
töflu, og þennan dag var samkoma til fjársöfnunar. Sóknarfólkið fjöl-
menti mjög og ríkti hlýr andi, svo að ágætt var að tala.
Eftir þetta tók við annríki og undirbúningur undir skólahaldið næsta
vetur, og ég hætti ferðalögum.
I nóvembermánuði flutti séra Sveinbjörn Högnason guðsþjónustu í
Gagnfræðaskólanum á Akureyri samkvæmt ósk skólameistara fyrir skóla-
fólki og fjölda aðkomumanna úr bænum. A eftir fóru fram umræður um
trúmál og andleg efni. Margir tóku þátt í þeim, og fóru þær fram hið
bezta.
Á þessu ári, í marz og apríl, komu þeir báðir til skólans að Laugum
séra Hermann Hjartarson og séra Sveinbjörn Högnason. Var það eftir
beiðni skólastjórans þar og að filhlutun Prestafélagsins. Séra Hermann
kom tvisvar og prédikaði bæði skiftin. Séra Sveinbjörn flutti guðsþjón-
ustu og fyrirlestur um trúmál fyrir skólafólki og auk þess eitt erindi
fyrir fjölda aðkomumanna úr nærsveitum skólans. Þótti honum ánægju-
legt að heimsækja þennan myndarlega skóla Þingeyinga, sem er fagurt
ytra tákn námfýsi þeirra og menningarþorsta. Virtist honum skólafólkið
hafa vakandi áhuga á andlegum efnum, og gerði það honum þessa stuttu
dvöl þar hugljúfa og ógleymanlega.
Þá fór skólanefnd Hvítárbakkaskólans þess á leit, að Prestafélagið
fengi séra Þorstein Briem til að flytja nokkur erindi um trúmál í skól-
anum þar. Varð séra Þorsteinn við beiðni þessari og lagði af stað
þangað 31. marz og flutti þar erindi daginn eftir og næstu daga, til 7. apríl.
Þrjú erindin voru flutt fyrir almenningi, og kom þá allmargt fólk úr ná-