Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 165
Prestafélagsritið.
Ferðaprestsstarfið.
157
■grenni og naestu sveitum. Hin erindin voru sérstaklega flutt fyrir skóla-
fólkinu, en þó var þar jafnan nokkuð aðkomumanna. Utan fyrirlestranna
varð og nokkurt tækifæri til samtals um trúmál. Virtist séra Þorsteini sá
andi í skóianum, að starfsemi, gieði og alvara færi þar saman, og er þá vel.
Erindum þessum tóku nemendur vel. Var sem helg kyrð færðist yfir
unga hugi þeirra, er rætt var um instu mál hjartans. Þakkar séra Þor-
sfeinn þeim fyrir samveruna og óskar þeim góðrar framtíðar.
Þjóð og kirkja þarf að halda á starfi ungra krafta, og verða prestar
og kennarar að taka höndum saman til að efla þroska æskumannanna
sem bezt. Kirkja og skóli eiga svo mörg sameiginleg verk að vinna fyrir
æsku lands vors, að ástæða er til að þakka, þegar starfsmenn skólanna
rétta kirkjunni hönd til samstarfs.
Auk erinda sinna í skólanum flutti séra Þorsteinn guðsþjónustu í
tveim næstu kirkjum, í Bæ og á Hvanneyri, fyrir fjölda fólks. Á hann
hir.ar beztu minningar úr þeirri för.
Sunnudaginn 26. júní var ég aftur beðinn að vera á samkomu á
Kirkjubólsteigi í Norðfirði. Hélt ég þar hádegisguðsþjónustu og flutti
erindi síðari hluta dagsins. Ymsir Eiðamenn, eldri og yngri, voru gestir
Norðfirðinga með mér þann dag. Fylgdu þeir okkur að skilnaði á hest-
um upp á Oddsskarð og voru viðtökur þeirra hinar alúðlegustu.
A Vallanesfundinum hafði þess verið óskað, að ferðaprestarnir færu
um Austurland, og samskonar beiðni barst Prestafélaginu síðar frá Ung-
mennafélögum þar. Sigurður prófessor Sívertsen kom því austur, enda
hafði sérstaklega verið óskað eftir honum. Hann messaði fyrst á Eiðum
sunnudaginn 3. júlí, í lok fjölsótts móts, sem nemendur skólans og heima-
menn héldu. Slík mót eru haldin einu sinni á hverju ári, fyrsta laugar-
daginn og sunnudaginn í júlí. A Iaugardaginn er verið í fögrum hólma
skógi vöxnum f Eiðavafni og talað um þau mál, sem Eiðamenn vilja
vinna saman að. Á sunnudag er guðsþjónusta að skilnaði. Sigurður pró-
fessor valdi sér umtalsefni í samræmi við það, sem vakir fyrir Eiðamönn-
um með mótum þessum, og mælti hvatningarorðum til unga fólksins.
Guðsþjónustustundin var hátíðleg og kirkjan prýdd blómum og birkilimi.
Eftir messuna lögðum við Sigurður prófessor af stað í ferð og héldum
guðsþjónustu og fyrirlestur á Hjaltastað síðari hluta dagsins. Höguðum við
svo störfum jafnan, að annar prédikaði, en hinn flutti erindi við sömu guðs-
þjónustu, og skiftumst á um það. A Hjaltastað er nýreist vandað steinhús
handa lækni, en bær stendur þar einnig. Getur Iæknirinn því leigt öðrum
svo mikið af jörðinni sem hann vill. Þannig óskuðum við að einnig væri
yfirleitt á prestssetrum um land alt, svo að prestarnir gætu haft lítil bú,
sem þeir þyrftu ekki miklu til að kosta og byndu ekki hugi þeirra um
of frá aðalstarfi þeirra. Næsta dag héldum við guðsþjónustu á Kirkjubæ
í Hróarstungu. Þar var einkum margt Ungmennafélaga; félag þeirra er
nýstofnað og þeir áhugasamir. Þeir halda fundi sína á prestssetrinu, og