Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 166
158
Ásmundur Guðmundsson:
Presfafélagsritið.
hefir presturinn rétt þeim hönd til samvinnu. Okkur þótti vænt um
að hafa alla þessa ungu menn hjá okkur, og verður minnissfæð koman
að Kirkjubæ. Um kvöldið komum við að Sleðbrjót og höfðum þá farið
um daginn yfir 3 stór vatnsföll og sundlagt 2, Lagarfljót og Jökulsá. Svo
erfitt er nú Kirkjubæjarprestakall orðið eftir samsteypuna. Daginn eftir
héldum við guðsþjónustu í Sleðbrjótskirkju. Hún er fullger að mestu,
vönduð og traust; harmoníum er þegar komið í hana, og altaristöflu mun
sennilega ekki heldur langt að bíða. Auðfundið var, hversu fólkinu þykir
vænt nm kirkju sína. Grafreitur er of langt frá, verður að koma kirkju-
garður umhverfis kirkjuna og gróðursetja í honum fré.
Frá Sleðbrjót héldum við norður um Hellisheiði til Vopnafjarðar.
Heiðin var góð yfirferðar, en vatnavextir miklir, svo að Hofsá var óreið.
Fá nú Vopnfirðingar á þessu ári 3 brýr, og veitir ekki af, því að 80
eru árnar nefndar i Vopnafirði. Fengum við bát yfir fjörðinn til kaup-
staðarins, svo að við gætum haldið áætlun og flutt þar guðsþjónustu
6. júlí kl. 4. Fólk fylti kirkjuna eins og áður, þótt á virkum degi væri,
og hefir mér óvíða þótt betra að tala. Séra Jakob Einarsson þjónaði
fyrir altari, og söngur var óvenjulega góður. Á sama hátt fór guðsþjónustan
fram í Hofskirkju næsta dag. Ofærar ár drógu að vísu úr sókn, en margt
kom engu að síður, og vel kunna Vopnfirðingar að vera í kirkju. Yfir-
leitt viitist mér ríkja menningarblær yfir bygðinni þeirra svipmiklu og
fríðu. Hof mun eitthvert fegursta prestssetrið á landinu, hafa góðir prest-
ar gert þar garðinn frægan og gera enn.
Eftir dagshvíld lögðum við á Smjörvatnsheiði til Jökuldals og fórum
Hofteigsöldu. Okkur sóttist seint sökum vatnavaxtanna og fengum þoku.
En fylgdarmaðurinn var öruggur að rata, þótt engin gata sæist. Dagur
leið að nóttu. Kyrð var yfir dalnum og öræfatign. Var komið yfir mið-
nætti, þegar við náðum Hofteigi. Sunnudagur var daginn eftir, og höfð-
um við hylsf til þess að halda þá guðsþjónustu þar. Því að á Jökuldal
er langt og erfitt ag sækja kirkju. Jökla er mörgum farartálmi, og verð-
ur að fara yfir hana í kláf. Fólk kom víða að, jafnvel alla Ieið frá
Möðrudal. Athygli þess var hin bezfa. Hvergi er meiri nauðsyn þess, að
húslestrar séu um hönd hafðir, en í svo strjálbýlum sveitum þar sem
stundum er ókleift að komast til kirkju. Er þess óskandi, að sóknar-
prestinum takist með atbeina mætra og mentaðra manna á dalnum að
efla heimilisguðrækni sem mest.
Næsta dag, 11. júlí, komum við aftur heim að Eiðum. Þóiti okkur ferðin
hsfa verið hin bezta og aðsókn fólksins góð á virkum dögum um annatíma.
Tveimur dögum síðar, 13. júlí, hófst á Eiðum sameiginlegur héraðs-
fundur fyrir Múlaprófastsdæmin. Atti að halda hann fyr og um helgi, en
þess var enginn kostur. Tíu prestvígðir menn sóttu hann, einn guðfræði-
nemi, hinn sami sem á Vallanesfundinum, og auk þeirra 8 safnaðarfull-
trúar. Virðist það einsætt að sameina héraðsfundi prestafundum, því að