Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 167
Presiafélagsritið.
Ferðapresfsstarfið.
159
þá þurfa prestarnir ekki að gera sér nema eina ferðina, og ágætt er að
fá einnig samvinnu fulltrúanna sem mesta. Fundurinn hófst með guðs-
þjónustu um hádegi, séra Jón prófasiur Guðmundsson prédikaði út af
I. Þess. 5, 19.—22., en séra Jakob Einarsson var fyrir altari. Séra Einar
prófastur var fundarstjóri sem fyr og ritari Jakob Jónsson stud. theol.
Eftir messu flutti Sigurður prófessor erindi um kirkjur Norðurlanda, í
Svíaríki, Noregi og Danmörku, Iýsti einkennum þeirra og starfi síðarí
árin. Svo tóku við umræður og snerust þær einkum um íslenzku kirkj-
una og hver nauðsyn væri þar á samstarfi presta og safnaðarmanna.
Margir töluðu, prestar og leikmenn. Þótti mönnum sem samvinnan skyldi
aðallega beinast að því, að guðsþjónustan í kirkjunum yrði hátíðlegri og
uppbyggilegri, heimilisguðrækni efldist, sunnudagsskólar eða barnaguðs-
þjónustur kæmust á og hjúkrunarfélög mynduðust. Sérstaklega var það
ákveðið að leita samvinnu við kvenfélög og ungmennafélög í þessu
markmiði. Leið svo dagur að kvöldi. Síðast voru teknir fyrir kirkju-
reikningar og önnur slík héraðsfundarmál og urðu afgreidd á skömmum
tíma. Biblíulestur var um kvöldið og bænar beðið, var svo einnig hin
kvöldin, en morgunbænir hvern morgun.
Daginn eftir flutti Sigurður prófessor fyrst erindi um biblíulestur,
hvatti mjög til hans og gaf ýmsar góðar bendingar. Talsverðar umræður
urðu á eftir. Minst var á notkun Nýja-Testamentisins til húslestra dag-
lega á vetrum og blessunina sem af því hlytist.
Þá talaði ég um stofnun barnaheimilis á Austurlandi. Þörfin á þvf er
brýn, einkum fyrir kaupstaðabörn, en kaupstaðir margir á Austfjörðum.
Bezt er að fara hægt af stað og miða heimilið aðeins við fá börn í
fyrstu. En síðar má bæta við. Undirtektir voru ágætar, ekki sízt hjá safn-
aðarfulltrúa Seyðfirðinga, og var samþykt þessi tillaga:
„Fundurinn telur mikla nauðsyn þess, að barnaheimili verði stofnað á
Austurlandi fyrir bágstödd börn og heitir á alla presta í Múlaprófasts-
dæmum að hefja fjársöfnun í því markmiði og biður jafnframt hrepps-
félög, kvenfélög, kennara og aðra góða menn að styðja hana. Hárra
fjárframlaga verður ekki vænst af hverjum einstökum á þeim krepputím-
um, sem nú standa yfir, en almenns stuðnings. Deild Prestafélagsins í
Múlaprófastsdæmum veitir fénu viðtöku, ávaxtar það og hefir á hendi
aðrar framkvæmdir til undirbúnings stofnuninni".
Um prestskosningar var mikið rætt og veitingu prestakalla. Það er
alkunna og ljóst bæði söfnuðum og prestum, að þær fara stundum svo
fram sem ekki skyldi og ósamboðið er málefni kristindómsins. Myndi
helzt ráðin bót á því með því, að söfnuðir hefðu rétt til að kalla sér
prest, eins og sumstaðar á sér stað erlendis. Var því samþykt í einu
hljóði svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn telur deilur í sambandi við prestskosningar hættulegar
kristninni í landinu, og leyfir sér því að skora á kirkjustjórnina að hlut-