Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 170
162
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
Lög fyriv prestafélagsdeild Austurlands.
1. gr.
Deildin vill glæða áhuga presla á öllu því, er að starfi þeirra Iýtur
og samvinnu í andlegum málum, vera málsvari þeirra og efla hag þeirra
og sóma inn á við og út á við. — Hún vill vera í sem nánustu sam-
bandi og samstarfi við aöalstjórn Prestafélags íslands.
2. gr.
Allir prestvígðir menn, guðfræðikandídatar og guðfræðinemar, sem
eiga heima í Múlaprófastsdæmum, eiga kost á því að vera í deildinni;
þó hafa engir atkvæðisrétt, sem ekki eru kandídatar í guðfræði.
3. gr.
Deildinni stjórnar nefnd þriggja manna, sem skifta sjálfir með sér verkum.
4. gr.
Kosning stjórnar og tveggja varamanna, til eins árs, fer fram á aðal-
fundi; ennfremur má sá fundur kjósa einn mann árlega og varamann á
aðalfund Prestafélags íslands, og geta félagar gefið honum skriflegt um-
boð til þess að fara þar með atkvæði sín.
5. gr.
Arstillög til deildarinnar eru frjáls.
6. gr.
Aðalfundur skal haldinn á sumri hverju og í sambandi við héraðs-
fundi, ef unt er. Stjórnin ákveður þá nánar stund og stað í samráði við
prófasta, ef þeir eru ekki í stjórninni. — Dagskrá skal auglysa með
mánaðar-fyrirvara, en taka má fyrir mál utan dagskrár, ef fundurinn leyfir.
A aðalfundi ræður afl atkvæða í öllum málum, nema þeim, er snerfa
breytingu á lögum félagsins. Til lagabreytinga þarf 2/3 atkvæða þeirra,
sem á fundi eru.
Aukafundi skal halda, er stjórnin ákveður, eða helmingur félagsmanna
krefst þess.
7. gr.
Lög þessi öðlast gildi 15. ágúst 1927.
Allir viðstaddir fundarmenn, sem höfðu rétt til þess, gengu í deildina
og kusu stjórn og varastjórn og fulltrúa á aðalfund Prestafélagsins.
í aðalstjórninni eru :
Séra Asmundur Guðmundsson,
séra Sigurður Þórðarson og
séra Sigurjón Jónsson.
Morguninn eftir, 16. júlí, hélt séra Þorvarður Þormar fyrirlestur um
gildi lífsins. Þá var mælt nokkrum kveðju- og þakkarorðum, og sleit
svo fundarstjóri fundinum með ræðu og bæn.
Sama dag fórum við Sigurður prófessor til Seyðisíjarðar og þurftum
við að hafa hraðan á, því að við höfðum boðað þar guðsþjónustu á-